Hugleiðsluhádegi

Hugleiðsluhádegi er tilvalið fyrir alla þá sem vilja hlúa að sjálfum sér, stilla sig af og þjálfa hugann. Engin þörf er á þekkingu eða reynslu af hugleiðslu, aðeins opinn hugur og vilji til að gefa sjálfum sér þessa stund. Ef fólk vill láta fara extra vel um sig er hægt að taka með sér teppi sem má jafnvel geyma á bókasafninu milli hugleiðslustunda.

Hugleiðsluhádegin hafa verið vel sótt og það er mikið gleðiefni. Hugleiðsluhádegið er einnig hugsað sem samvinnuverkefni þar sem öllum er frjálst að spreyta sig á því að leiða einstaka stundir eða koma með leiðbeinandi athugasemdir. Ef fólk treystir sér illa til að sitja á gólfinu er ekki að örvænta því við höfum bæði stóla og sófa og svo má auðvitað líka liggja. Megin áhersla er lögð á að vel fari um alla og allir nái að njóta þessara stundar til fullnustu. 

Allir velkomnir og frítt inn.