Harry Potter þemadagur!

Harry Potter þemadagur!

Það kannast eflaust flestir við unga galdradrenginn Harry Potter úr samnefndum bókaflokki. Fæðingardagur sögupersónunar er skráður 31. júlí 1980 og fyllir Harry því 41 ár nú á þessu ári. 

Að því tilefni langar okkur að bjóða ykkur í afmælisveislu Harry Potter á bókasafni Dalvíkurbyggðar. Dagurinn verður tileinkaður Harry og hans fylgdarliði. Ýmis afþreying verður í boði á safninu allan daginn, hægt verður að föndra sinn eigin galdrasprota, fá andlitsmálingu, lita myndir, útbúa sín eigin gleraugu og aldrei að vita nema hægt verði að skella í smá Þrígaldraleika eða galdraseiðsgerð :) 

Klukkan 13:00 verður fyrsta Harry Potter kvikmyndin, Harry Potter og Viskusteinninn, sýnd á stóru tjaldi í Menningarhúsinu Bergi. Allir velkomnir en börn yngri en 9 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. 

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma í búningum og taka fullan þátt í fjörinu.