Hádegisverður og kaffi í Bergi

Menningarfélagið Berg auglýsir:

Það er okkur gleði og hamingja að tilkynna að fyrsta reynsla á aðstöðuleigu í Bergi fer í gang í þessari viku.

Það er dalvíkingurinn Ingunn Hafdís Júlíusdóttir sem mun bjóða gestum að gæða sér á súpu og brauði í hádeginu á fimmtudag og föstudag (13. og 14. ágúst).

Eftir hádegi verður auk þess hægt að kaupa eitthvað gott með kaffinu. Súpan kostar 1750. kr og verður hægt að kaupa hana frá kl. 11.30. Við hvetjum alla til mæta og styðja við gott starf í Menningarhúsinu okkar. Eins og sjálfsagt er, þá gætum við vel að sóttvörnum og 2ja metra reglunni og óskum eftir aðstoð gesta okkar við að tryggja að allt fari fram með besta móti.