Hádegisfyrirlestur - Gangan langa

Hádegisfyrirlestur - Gangan langa
Þá er komið að þriðja og síðasta hádegisfyrirlestrinum fyrir sumarfrí!
 
Bókasafnið fær til sín í heimsókn frækna göngumenn úr heimabyggð, sem að luku það afrek að ganga hreppamörkin í Svarfaðardal. Gönguna kalla þeir „Gangan langa“ og munu göngumennirnir segja frá ferð sinni í máli og myndum. Enn fremur verður sýnd fyrsta stikla af væntanlegri heimildarmynd um gönguna löngu.
 
Göngumenn og fyrirlesarar eru: Tjarnarbræðurnir Árni, Þórarinn, Kristján E, Hjörleifur Hjartarsynir, Magnús Magnússon frá Svæði og Jón Bjarki Hjálmarsson frá Steindyrum.
 
Fyrirlesturinn er ca 45 mínútur að lengd frá kl 12.15-13.00. Leyfilegt er að taka með sér mat frá veitingahúsinu Basalt inn í fyrirlestrasalinn og gæða sér á gómsætum veitingum á meðan á fyrirlestrinum stendur.