Gulli Ara með málverk og álfabækur

Gulli Ara með málverk og álfabækur

Guðlaugur Arason sýnir bæði málverk og smábækur sem hann kallar einu nafni álfabækur. Um er að ræða myndlistarform sem ekki hefur áður verið stundað á Íslandi, en álfabækurnar hafa vakið verðskuldaða athygli þar sem þær hafa verið sýndar. Í hverju myndverki leynist lítill verndarálfur sem fróðlegt getur verið að leita að. Listamaðurinn er betur þekktur sem rithöfundur en myndlistarmaður þótt hann hafi alla tíð unnið að myndlist jöfnum höndum með skriftum. Guðlaugur er fæddur og upp alinn á Dalvík.