Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga.

Gósenlandið - íslensk matarhefð og matarsaga.

Gósenlandið

- íslensk matarhefð og matarsaga

   Í heimildamyndinni Gósenlandinu er íslenska matarsagan sögð með hjálp Elínar Methúsalemsdóttur og fjölskyldu hennar. Elín sat sem barn við hlóðirnar í burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla. Núverandi ábúendur, dóttir, tengdasonur og dóttursonur lögðu sinn skerf til myndgerðarinnar.

   Eftir því sem samtalið við Elínu gefur tilefni til, eru héruð lands heimsótt til að fylla frásögnina og bæta í undir kaflaheitunum: Mjólkurmatur, Kjötmeti, Fiskmeti, Hlunnindafæði, Grænmeti og rótarávextir, Kornmeti og sykur. Talað er við matarframleiðendur af ýmsu tagi sem fræðimenn, en Elín leiðir frásögnina.

Heimildarmyndin var frunsýnd 17. október 2019 í Bíó Paradís.

Að lokinni sýningu mun leikstjóri flytja erindi

 

Aðgangur ókeypis