Gönguskíðaferð - 3 skíðaskór. Heljardalsheiði.

Gönguskíðaferð - 3 skíðaskór. Heljardalsheiði.

Ferðafélag Svarfdæla kynnir gönguskíðaferð á Heljardalsheiði.

Brottför kl. 10 frá bílastæði neðan Atlastaða í Svarfaðardal. Farið yfir göngubrú á Skallá, gengið fram Neðri-Hnjóta að rótum heiðarinnar og upp Möngubrekkur, allt að Stóruvörðu þar sem skáli ferðafélagsins stendur á sýslumörkum. Þar kemur fólk sér fyrir sem ætlar að gista og snæða nesti. Daginn eftir verður gengið um Heljardal og Hákamba, ofan í Skallárdal og þannig heim en þeir sem vilja geta farið sömu leið til baka samdægurs. Greiða þarf gistingu/aðstöðugjald í Heljuskála.

Gönguskíðaferð - 3 skíðaskór. 22 km., 900 m hækkun (16 km., 685  m. hækkun) Reikna má með 6-8 klst. í ferðina fram og til baka.