Foreldramorgunn með Ösp Eldjárn

Að þessu sinni fáum við til okkar Ösp Eldjárn tónlistakonu og kennara með meiru. Ösp verður með tónlistastund fyrir lítil kríli og hentar stundin fyrir börn á aldrinum 0-3 ára. Það verður söngur, það verða tónar - það verður gaman!

Eins og alltaf hvetjum við foreldra eindregið til að koma með litlu krílin sín með sér og reynum við að hafa stundina gefandi og hlýlega.

Foreldramorgnar eru samverustundir hugsaðar sem vettvangur fyrir foreldra til að koma saman með börnin sín og njóta samvista með öðrum. Stefnt er að því að bjóða upp á fróðlegar kynningar á efni sem tengist barneignum, uppeldi og öðru sem getur verið nytsamlegt fyrir foreldra að kynna sér.

Að samverustund lokinni er tilvalið að halda samtalinu áfram inni á bókasafni eða jafnvel fyrir framan á kaffihúsinu Basal+bistro 

 

Við getum lofað því að foreldrar munu ekki síður skemmta sér en börnin enda

Hægt er að fylgjast nánar með hér á fésbókarviðburðinum. 

Frítt inn og allir velkomnir!