„Fljúgðu hærra“ –Flugdrekasmiðja

Bókasafnið býður ungum sem öldnum að spreyta sig í flugdrekagerð sér að kostnaðarlausu. Hér verður einblínt á einfalda smíði svo sem flestir geti tekið þátt. Einfaldur efniviður verður á staðnum en öllum er frjálst að leggja til efni, skraut og annað sem gæti lífgað upp á flugdrekana. Hlökkum til að sjá ykkur!   

Allir velkomnir meðan efniviður og pláss leyfir!