„Fléttum saman vinabönd“

Eins og flestir vita eru vinaböndin fyrir löngu orðin órfjúfanlegur þáttur af vináttukeðjunni sem fram fer á föstudeginum fyrir Fiskidaginn mikla. Hægt er að nálgast ókeypis efnivið í vinabandagerð á bókasafninu, annaðhvort til að föndra á staðnum eða til að taka með sér heim. Starfsmenn bókasafnsins keppast nú við að tileinka sér fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að útbúa falleg vinabönd og bjóða gestum upp á aðstoð og handleiðslu á bókasafninu.

Miðvikudaginn 9. ágúst milli 15.00-17.00 verður boðið upp á sérstaka vinabandasmiðju „Fléttum saman vinabönd“ þar sem starfsmenn munu aðstoða og kenna einfaldar aðferðir til að búa til vináttubönd. 

Allir eru velkomnir og að sjálfsögðu er þetta öllum að kostnaðarlausu.