Dægrastytting - Reynir Hjartarson

Dægrastytting - Reynir Hjartarson

Reynir Hjartarson

 

Dægrastytting

sýning í Bergi - apríl 2019

Ég er fæddur 11. október 1946 á Akureyri og ólst upp þar og í Húnavatnssýslu, ég lærði sem setjari í POB á Akureyri og vann þar í um 30 ár við útlit prentgripa, fyrst í blý og lausaletur en síðan á Macintosh tölvum, aðalvinna mín var útlit bóka, blaða, auglýsinga og vörumerkjagerð. Þá var ég kennari í VMA í iðnteikningu um tíma og síðan kenndi ég í Hlíðarskóla tæp 20 ár, börnum sem ekki áttu samleið með fjöldanum og þurftu sértæka hjálp.

     Ég hefi alltaf haft gaman af að fikta með liti og blý en fór ekki að stunda það að nokkru ráði fyrr en ég lenti inn á Kristnesspítala til nokkuð langrar dvalar og ákvað þá að teikna eina mynd á dag og til að byrja með var ég útafliggjandi í rúminu en þetta stytti daginn til muna. Þetta eru mest pastel- og trélitamyndir

    Síðan hefi ég haldið þessu áfram mér til dægrastyttingar því nú er kallinn hættur að vinna nokkuð sem heitið getur. Taka skal fram að ég er algjörlega ólærður í öllum listum sem auðvitað sést á myndunum og því er sennilega nokkuð djarft að bera þetta fyrir allra augu, í kjarkleysi mínu bað ég Vigni Hallgríms að líta á myndirnar fyrir mig og taldi hann að ég ætti að láta slag standa og setja þær upp, þannig að ef einhver vill kvarta þá talið við hann.