Aðalfundur Sögufélags Svarfdæla

Aðalfundur Sögufélags Svarfdæla

Við bjóðum félaga og aðra áhugasama velkomna á aðalfund Sögufélags Svarfdæla – sunnudaginn 29. Mars kl. 13.00 á Héraðsskjalasafni Svarfdæla sem staðsett er í ráðhúsi Dalvíkur.

Samkvæmt venju verður farið yfir starfsemina á árinu sem er að líða, gegnsætt bókhald félagsins opinberað og kosið nýja meðlimi í stjórn. Það þarf vart að taka það fram að líklega komast færri að en vilja svo mikilvægt er fyrir alla áhugugasama að mæta tímanlega meðan húsrúm leyfir.  

Dagskrá aðalfundar:

Kosning fundarstjóra og ritara
Skýrsla stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári
Reikningar lagðir fram
Tillögur um lagabreytingar ef einhverjar eru
Kjör stjórnar og skoðunarmanna reikninga
Önnur mál

Við munum að sjálfsögðu taka vel á móti öllum nýjum félögum og að lokum gefum við okkur smá stund í að láta hugann reika um sögulega framtíð og hugsanleg verkefni Sögufélagsins á næstu misserum. 

Við vonum heitt og innilega að sem flestir láti sjá sig. 

Boðið verður upp á kaffi og kex. 

Bestu kveðjur

Stjórn Sögufélags Svarfdæla