Hafnir Dalvíkurbyggðar


Þrjár hafnir eru starfræktar í Dalvíkurbyggð; á Dalvík, á Árskógssandi og á Hauganesi og er Dalvíkurbyggð eigandi þeirra allra. Sveitarstjórn fer með yfirstjórn hafnamála, en framkvæmdastjórn er falin hafnastjórn og hafnastjóra. Sveitarstjóri gegnir jafnframt embætti hafnastjóra.

Sími: 460 4933 / 460 4934

Netfang: hafnir@dalvikurbyggd.is

Bakvaktarsími: 460 4933

Hafnarstjóri: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri, s. 460 4900, katrin@dalvikurbyggd.is

Hafnarvörður/hafnsögumaður: Rúnar Þór Ingvarsson, s. 862 0146, runar@dalvikurbyggd.is

Hafnaverðir:
Jón Þórir Baldvinsson, jon@dalvikurbyggd.is 
og Björn Björnsson, bjorn@dalvikurbyggd.is

Afgreiðslutími er frá kl. 08:00-17:00 alla virka daga.

Almennt um Dalvíkurhafnir

Hafnastjórn er kjörin af sveitarstjórn og er kjörtímabil fulltrúa hið sama og sveitarstjórnar. Hafnastjórn hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafnanna.  Hafnastjórn hefur ákvörðunarvald um rekstur hafnanna, svo sem ráðstöfun á aðstöðu, þ.m.t. leiga á húsnæði í eigu hafnanna og landi þeirra. Hafnarstjórn veitir leyfi til starfsemi á hafnasvæðum og hefur vald til að banna eða takmarka afnot hafnasvæða fyrir starfsemi sem hún telur torvelda eðlilegri hafnastarfsemi. Yfirhafnavörður fer með daglega stjórn hafnanna  í umboði hafnarstjórnar. Hann sér um að gætt sé reglu á öllum hafnasvæðum hvort sem er á sjó eða landi.  Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans, eða þeirra sem hann felur störf við eftirlit og aðgæslu. 

Lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Akureyri hefur á hendi almenna löggæslu á hafnasvæðunum. Banna má ónauðsynlegan akstur hverskonar ökutækja og ónauðsynlega umferð gangandi fólks um bryggjur, hafnarbakka, farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði á hafnasvæðum. Fólk sem fer um hafnasvæðin er þar ávalt á eigin áhættu og ábyrgð. Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við hafnirnar  eða á henni án leyfis.  Sömuleiðis er bannað að skjóta flugeldum á hafnarsvæðinu án leyfis.

Í höfnum Dalvíkurbyggðar má ekki sigla skipum hraðar en svarar 4 sjómílum á klst., en þó aldrei hraðar en aðstæður og góðs sjómennska leyfa.

Sand- og malarnám og önnur slík starfsemi er bönnuð á hafnasvæðunum án leyfis hafnastjóra.  Fiskveiðar á hafnasvæðum mega ekki trufla eðlilega umferð og afgreiðslu.  Bannað er að leggja veiðarfæri á merktar siglingaleiðir og er heimilt að fjarlægja slík veiðarfæri á kostnað eiganda.

Hafnastjóra skal þegar í stað tilkynnt um það sem bjargað er í  höfninni  en  hann  gefur  lögreglunni skýrslu, telji hann þess þörf.  

Engum úrgangi eða rusli má kasta í höfnina eða ytri höfn hennar. Bannaður er hvers konar hvalskurður í eða við höfnina nema með leyfi yfirhafnavarðar.  Eigi má draga, reka eða flytja á annan hátt inn í hafnir hvali, skipsflök eða neitt það sem valdið getur óþrifnaði, umferðartruflun eða óþægindum, nema leyfi hafnarstjóra komi til. Öllum skipum, farartækjum svo og verksmiðjum og  öðrum  atvinnurekstri  er  stranglega bannað að dæla eða láta renna í höfnina olíu, lýsi, olíusora eða öðru sem valdið getur  mengun.

Skip sem hyggjast taka fljótandi eldsneyti skulu áður hafa gert ráðstafanir til að eldsneyti renni ekki í sjóinn af þilfari ef óhapp verður við eldsneytistökuna.  Afgreiðsluaðila er óheimilt að afgreiða olíu til skipa sem ekki hafa, að mati hafnastarfsmanna, gert forsvaranlegar ráðstafanir til varnar mengun. Um varnir gegn mengun sjávar og viðurlög við mengunarbrotum fer samkvæmt gildandi lögum á hverju tíma.

Þeir sem óska eftir afgreiðslu fyrir skip, láni á tækjum eða þjónustu á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér beint til starfsmanna hafnanna með beiðni þar að lútandi. Hafnastjóra er heimilt að neita þeim aðilum um aðstoð eða þjónustu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnasjóðs og hafa ekki sinnt ítrekuðum áskorunum um greiðslu gjaldfallinna gjalda

Hér er hægt að nálgast vefmyndavélar Dalvíkurhafnar fyrir þá sem hafa aðgangsupplýsingar.