Hafnasambandsþing 2018

Málsnúmer 201806070

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 75. fundur - 05.07.2018

Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands verður haldið 25.-26. október nk. á Grand hótel í Reykjavík. Daginn áður, miðvikudaginn 24. október, stendur hafnasambandið fyrir málþingi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.

Dagskráin er ennþá í vinnslu og verður send út um leið og hún er tilbúin.

Við mælum með því að aðildarhafnir bóki gistingu sem fyrst og hefur hafnasambandið tekið frá herbergi á Grand hótel.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda fulltrúa á þingið.

Veitu- og hafnaráð - 78. fundur - 19.09.2018

Boðað hefur verið til 41. hafnasambandsþings dagana 24. til 26.október í Reykjavík. Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar hefur rétt til að senda tvo fulltrúa sem fara með atkvæðisrétt.

Í tengslum við hafnasambandsþing verður málþing sem ber yfirskriftina „Málþing um hafnir - forsenda fullveldis þjóðar“.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda Katrínu Sigurjónsdóttur, Valdimar Bragason, Rúnar Ingvarsson og Þorstein Björnsson á þingið