Aðstaða við höfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 201805056

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Til umræðu bréf dags. 25. apríl 2018 sem hverfisráð Hríseyjar sendi frá fundi sínum þann 15. apríl 2018.
Umhverfisráð þakkar innsent erindi og felur sviðsstjóra að kanna þau atriði sem að ráðinu snúa.
Ráðið felur sviðsstjóra að áframsenda erindið til Vegagerðarinnar þar sem stærstur hluti ábendinga snýr að veghaldara.

Veitu- og hafnaráð - 75. fundur - 05.07.2018

Erindi sent frá 306. fundi umhverfisráðs.
Eftirfarandi var fært til bókar í umhverfisráði:

"Til umræðu bréf dags. 25. apríl 2018 sem hverfisráð Hríseyjar sendi frá fundi sínum þann 15. apríl 2018.

Umhverfisráð þakkar innsent erindi og felur sviðsstjóra að kanna þau atriði sem að ráðinu snúa.
Ráðið felur sviðsstjóra að áframsenda erindið til Vegagerðarinnar þar sem stærstur hluti ábendinga snýr að veghaldara."

Í umræddu bréfi kemur eftirfarandi fram.

"Á fundi Hverfisráðs Hríseyjar þann 15.Apríl var rætt um aðstöðunna á hafnarsvæðinu á Árskóssandi , öryggismyndavélar er eitthvað sem ætti að vera löngu komið vegna skemmda á ökutækjum og öðru á svæðinu , vantar að merkja bílastæði fatlaða teljum að það sé góður staður vinstramegin við WC gáminn , klára tröppurnar upp bakkann og teljum að tröppurnar ættu að vera lengra frá jörðinni til að setjist minni snjó í þrepinn , og fjölga bílastæðum verulega."

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs hefur rætt við fulltrúa Vegagerðar ríkisins um ýmis af þeim atriðum sem fram koma í umræddu bréfi og ljóst má vera að það er ekki áhugi hjá Vegagerðinni að t.d. setja upp öryggismyndavélar eða bæta bílastæðismál.
Veitu- og hafnaráð tekur undir samþykkt umhverfisráðs á erindinu og felur sviðsstjóra veitu - og hafnasviðs að fylgja málinu eftir hjá fulltrúum Vegagerðar ríksins sem um ferjurmál fjalla.