Afnot jarðhita í Reykjahverfi, matsgerð

Málsnúmer 201603018

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 45. fundur - 09.03.2016

Orkuveita Húsavíkur hefur í nokkur ár staðið í mikilvægri baráttu sem lýtur að því að ná fram leiðréttingu á afnotagjaldi. Ágreiningurinn hefur ratað til dómstóla þar sem OH hefur verið stefnt. Liður í vinnu OH við þetta mál var öflun matsgerðar dómkvaddra manna en niðurstaða þeirra var afhent nú í sumar.

OH fer þess nú á leit við aðrar hitaveitur að þau kaupi eintak af matsgerð þessari. Með því geta aðrar veitur notið góðs af þeim upplýsingum sem þar koma fram og þeirri úrvinnslu upplýsinga sem þar er gerð yfir verð afnotaréttar af heitu vatni á Íslandi. Þá nýtast upplýsingar þessar sérstaklega vel þegar hitaveitur koma til með að standa í samningagerð eða breytingum á samningum vegna afnotaréttar af heitu vatni. Með kaupum á eintaki af matsgerðinni styðja veiturnar OH í kostnaðarsamri baráttu sem hefur samt almenna og mikilvæga skýrskotun til allra hitaveitna. Við viljum þó mælast til þess að matsgerð þessi sé einungis nýtt af veitunum sjálfum og fari ekki í dreifingu út fyrir hitaveitur.
Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að kanna málið frekar.