Vatnssýni 2014

Málsnúmer 201403041

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 12. fundur - 14.04.2014

Á fundinum voru kynntar niðurstöður sýna sem teknar voru af neysluvatni frá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Um var að ræða annars vegar efnagreiningu samkvæmt heildarúttekt reglugerðar nr. 536/2001 og stóðst það gæðakröfur samkvæmt reglugerðinni og hins vegar þrjú vatnssýni sen tekin voru í dreifbýli, á Dalvík og á Árskógssandi og reyndust þau öll vera í lagi.
Lögð fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 15. fundur - 14.08.2014

Undir þessum lið var mættur Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Eystra.
Kynntar voru þær aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna mengunar á neysluvatni sem Vatnsveitan virkjar í Krossafjalli.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði í endurbætur á núverandi vatnsbólum í Krossafjalli. Framhaldsumræður um vatnsbólin verða teknar við gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.