Framkvæmdir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2014

Málsnúmer 201404069

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 12. fundur - 14.04.2014

Rætt var um framkvæmdir sumarsins.
Björgvin vék af fundi við afgreiðslu og umræður á þessum lið.
Sviðsstjóra falið að kanna kostnað við gerð göngustígs frá "krika" að ferjubryggju og kynna á næsta fundi ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 13. fundur - 14.05.2014

Björgvin Hjörleifsson vék af fundi undir þessum lið.
Brýnt hefur verið að lagfæra aðgengi almennings og umhverfi hafnasvæðisins á Dalvík. Nú þegar fyrir liggur að ekki verður farið í fjárfrekar framkvæmdir á þessu ári gefst tækifæri til þess að snúa sér að þessum þætti. Fyrir liggur tillaga að ganga frá grjótvörn við flotbryggjur ásamt að ljúka gerða gangstéttar sem bæði verður malbikuð og hellulögð. Hér er vísað til fylgiskjala undir þessum lið fundargerðarinnar.
Einnig hefur ráðið ákveðið að koma fyrir flotbryggju í sumar sem er hluti af þessum breyttu áherslum.
Sjá samþykkt þessara framkvæmda í 1. lið hér að ofan.
Ráðið samþykkir ofangreindar framkvæmdir og felur sviðsstjóra að leita tilboða í framkvæmdirnar.
Ráðið samþykkir að nýju flotbyggjunni verði komið fyrir við endan á "olíubryggjunni" samkvæmt tillögu frá yfirhafnaverði.