Umhverfisráð

230. fundur 19. september 2012 kl. 16:15 - 19:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Niðurfelling af vegaskrá

Málsnúmer 201208034Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 15. ágúst 2012 frá Vegagerð ríkisins kemur fram að með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu þjóðvega breytt. Með tilvísun til ofangreindra laga er hluti Hauganesvegar samanber meðfylgjandi loftmynd. Gefinn er kostur til að koma með athugasemd við þessa ákvörðun fyrir 1. desember 2012.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við þessa ákvörðun.

2.Skilti og merkingar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201209077Vakta málsnúmer

Skiltahópur Dalvíkurbyggðar biður um leyfi Umhverfisráðs til að reisa tvö upplýsingaskilti. Annað á að standa við gatnamót Skíðabrautar og Mímisvegs og hitt við Upsir. Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum skiltum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu á fyrirhuguðum staðsetningu á framangreindum skiltum en bendir jafnframt á að nauðsynlegt er að hafa samráð við íbúa.

3.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201209065Vakta málsnúmer

Ráðsmenn kynntu sér framlagða fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem eru á forræði ráðsins. Einnig þær tillögur sem sviðstjóri lagði fram um hækkanir á Hita- og vatnsveitu Dalvíkur.
Sviðstjóri fær umboð til þess að skila inn framlagri fjárhagsáætlun á rekstri þeirra málaflokka sem eru á forræði umhverfisráðs. Umhverfisráð samþykkir að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur taki breytingum á byggingarvísitölu okt. 2011 til sept. 2012 sem er um 3,14%. Umhverfisráð samþykkir að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur taki breytingum á byggingarvísitölu okt. 2011 til sept. 2012 sem er um 3,14%.Sorphirðugjald verði fyrir árið 2013 kr. 31.400,- en á árinu 2012 er gjaldið kr. 27.400,-.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs