Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 201209065

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 76. fundur - 19.09.2012

Málaflokkar landbúnaðarráðs eru 11-70, Minka- og refaeyðing og 13-20 til 21. Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárhagsrammi málaflokks 11-70 sé kr. 920.000,- og málaflokks 13-20 til 21 sé kr. 3.500.000,-. Sótt hefur verið um aukið fjárveitingu vegna sameiginlegum kostnaði vegna minkaveiði í Eyjafirði,sem er á forsjá AFE. Í málaflokki 13-20 til 21 er gert ráð fyrir sambærilegum kostnaði vegna viðhaldi á fjallgirðingum og var á árinu 2012.
Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gjaldskrám sem heyra undir ráðið á næsta ári.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

Umhverfisráð - 230. fundur - 19.09.2012

Ráðsmenn kynntu sér framlagða fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem eru á forræði ráðsins. Einnig þær tillögur sem sviðstjóri lagði fram um hækkanir á Hita- og vatnsveitu Dalvíkur.
Sviðstjóri fær umboð til þess að skila inn framlagri fjárhagsáætlun á rekstri þeirra málaflokka sem eru á forræði umhverfisráðs. Umhverfisráð samþykkir að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur taki breytingum á byggingarvísitölu okt. 2011 til sept. 2012 sem er um 3,14%. Umhverfisráð samþykkir að gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur taki breytingum á byggingarvísitölu okt. 2011 til sept. 2012 sem er um 3,14%.Sorphirðugjald verði fyrir árið 2013 kr. 31.400,- en á árinu 2012 er gjaldið kr. 27.400,-.