Umhverfisráð

232. fundur 07. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ósk um malartekju úr áreyrum Svarfaðardalsár.

Málsnúmer 201210068Vakta málsnúmer

Friðrik Þórarinsson óskar leyfis að taka möl úr eyrum Svarfaðardalár. Fyrir liggur fyrir leyfi frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár og Veiðimálastofnun.
Umhverfisráð samþykkir erindið

2.Deiliskipulag í landi Upsa

Málsnúmer 201112047Vakta málsnúmer

Á 239. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbygðgar þann 11. október 2012 var eftirfarandi bókað og samþykkt:

1. Bæjarráð samþykkir að könnun á viðhorfi íbúa Dalvíkurbyggðar til deiliskipulags/frístundabyggðar í landi Upsa, fari fram 20. október 2012.
2. Niðurstaðan verður bindandi ef 66% kosningabærra íbúa taka þátt.
3. Ein spurning verður á kjörseðli: Spurningin er: Vilt þú hafa frístundabyggð í landi Upsa samkvæmt samþykktu deiliskipulagi? Gefinn er kostur á að svara JÁ eða NEI.
4. Rétt til þátttöku í íbúakönnuninni hafa allir íbúar Dalvíkurbyggðar 18 ára og eldri á kjördag. skv. íbúaskrá þann dag.

Niðurstaða íbúakönnunar 20. okt. sl. um frístundabyggð á deiliskipulagi í landi Upsa var eftirfarandi: 1368 voru á kjörskrá og greiddu 675 atkvæði eða um 49% íbúa 18 ára og eldri.
Já sögðu 207, nei sögðu 450. Auðir seðlar voru 17 og 1 ógildur.

Bæjarstjórn hafði sett þau mörk að kosningin yrði bindandi ef 66% íbúanna tæki þátt. Í kynningarbæklingi til íbúa fyrir atkvæðagreiðsluna kom einnig fram að annars yrði það mat bæjaryfirvalda hvað gert yrði með niðurstöðuna.
641. fundi bæjarráð var eftirfarandi samþykkt " Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu." Á 240. fundi bæjarstjórnar var samþykkt bæjarráðs staðfest.
Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.Afgreiðslu frestað.Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa  falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

3.Ítrekun á lóðarumsókn

Málsnúmer 201210069Vakta málsnúmer

Með bréfi ítrekar Fjóla Magnúsdóttir umsókn um lóð 14 í frístundabyggð í landi Upsa.
Umhverfisráð vísa til bókunar í lið 2 þessa fundar við afgreiðslu þessa erindis.

4.Notkun vélknúinna ökutækja við leitir

Málsnúmer 201208035Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 25. ágúst 2012 vill Umhverisstofnun vekja athygli á notkun vélknúinna ökutækja við leitir. Meðfylgjandi er einnig bæklingur um akstur utan vega.
Lagt fram til kynningar.

5.Úrskurður um bótaábyrgð

Málsnúmer 201207029Vakta málsnúmer

Með afrit af bréfi frá 26. júlí 2012, er kynntur úrskurður um bótaábyrgð vegna tjóns á bifreið sem ekið var í holu sem myndaðist þegar snjór bráðnaði við holræsabrunn. Björgvin vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Vegna landareignarinnar Lækjarbakki 1

Málsnúmer 201208024Vakta málsnúmer

Kynnt var minnisblað bæjarstjóra um fund sem hún hafði með landeigendum ásamt lögregluvarðstjóra.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir vegagerð og framkvæmdum henni tengdri við Brimnesá í framhaldi af Böggvisbraut, verði sett á fjögurra ára fjárhagsáætlun.

7.Erindi til stjórnar um málefni OpenStreetMap

Málsnúmer 201209040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, bréf dagsett þann 6. september 2012, sem er einn af sjálfboðaliðum alþjóðlega verkefnisins OpenStreetMap sem heldur úti vefnum openstreetmap.org. Verkefnið snýst einfaldlega um það að kortleggja allan heiminn og veita frjálsan aðgang að kortagögnum án endurgjalds. Fram kemur m.a. að ástæða þessa erindis er að sveitarfélagið býr yfir miklu magni upplýsinga sem hægt er að nota til að bæta kortið.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um hvaða gögn bréfritari er að óska eftir og sé þetta verkefni án kostnaðar, fyrir Dalvíkurbyggð, veita honum þær upplýsingar sem til eru á rafrænu formi.

8.Skráning reiðleiða - kortasjá

Málsnúmer 201210020Vakta málsnúmer

Á vegum Landssambands hestamanna og í samvinnu við Vegagerina hefur verið unnið að skræaningu á reiðleiða á öllu landinu frá árinu 2007. Skráðar eru inn reiðleiðir eins og þær koma fram á aðalskipulagi hvers sveitarfélags. LH óskar eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins til þessa verkefnis og er farið fram á kr. 100.000,- á næstu fjórum árum. Nokkuð ítarlegar upplýsingar eru í bréfinu um notkunarmöguleika kortagrunnsins.
Umhverfisráð hafnar erindinu um fjárstuðning en býður LH að fá aðgang að öllum reiðleiðum í sveitarfélaginu eins og þær eru skráðar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar á stafrænu formi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs