Frá Sigurði Haraldssyni og Þórir Haraldssyni; Vegna landareignarinnar Lækjarbakki 1.

Málsnúmer 201208024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 633. fundur - 30.08.2012

Tekið fyrir erindi frá Sigurði Haraldssyni, kt.190841-4489, og Þórir Haraldssyni, kt. 121047-4979, dagsett þann 13. ágúst 2012, þar sem fram kemur að með aukinni umferð vegna hundahalds og hugsanlegrar sumarhúsabyggðar er trjárækt eigenda á áreyrunum stefnt í hættu í auknu mæli. Þar sem bæjaryfirvöld Dalvíkurbyggðar hafi engan áhuga sýnt á að finna lausn á þessu neyðast bréfritarar að loka þessum vegaslóða á áreyrunum norðan Brimnesár.

Ef Dalvíkurbyggð hefur eitthvað við þá niðurstöðu bréfritara að athuga þá er óskað eftir athugasemdum innan mánaðar frá dagsetningu þessa bréfs.

Bæjarráð samþykkir að fela LEX ehf. lögmannastofu að svara erindinu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að senda Vegagerðinni afrit af ofangreindu erindi til upplýsingar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 641. fundur - 25.10.2012

Á 633. fundi bæjarráðs þann 30. ágúst 2012 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Sigurði Haraldssyni, kt.190841-4489, og Þórir Haraldssyni, kt. 121047-4979, dagsett þann 13. ágúst 2012, þar sem fram kemur að með aukinni umferð vegna hundahalds og hugsanlegrar sumarhúsabyggðar er trjárækt eigenda á áreyrunum stefnt í hættu í auknu mæli. Þar sem bæjaryfirvöld Dalvíkurbyggðar hafi engan áhuga sýnt á að finna lausn á þessu neyðast bréfritarar að loka þessum vegaslóða á áreyrunum norðan Brimnesár.

Ef Dalvíkurbyggð hefur eitthvað við þá niðurstöðu bréfritara að athuga þá er óskað eftir athugasemdum innan mánaðar frá dagsetningu þessa bréfs.


Bæjarráð samþykkir að fela LEX ehf. lögmannastofu að svara erindinu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að senda Vegagerðinni afrit af ofangreindu erindi til upplýsingar.

Upplýst var á fundinum að 3 bréf hafa borist sveitarfélaginu frá Sigurði og Þóri Haraldssonum og LEX lögmannastofa hefur sent 3 svarbréf fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og nú síðast dagsett 18. október.

Með fundarboði bæjarráð fylgdi bréf frá LEX lögmannastofu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 18. október 2012, til Sigurðar Haraldssonar og Þóris Haraldssonar, er varðar veginn að Upsakirkjugarði og kapellu.

Fram kemur m.a. að Dalvíkurbyggð ítrekar að sveitarfélagið hafnar því alfarið að Sigurður og Haraldur hafi heimild til að loka umferð um umræddan veg. Komi til slíkra aðgerða af þeirra hálfu mun Dalvíkurbyggð bregðast við því með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í 2. mgr. 47. grein vegalaga nr. 80/2007, þ.e. með því að fjarlægja óviðkomandi hluti eða muni af vegi á kostnað þeirra. Einnig er upplýst í bréfinu að lögreglunni á Dalvík hafa verið send afrit af bréfaskiptum aðila og hefur lögreglunni jafnframt verið gert kunnugt að óskað er liðsinnis hennar við að fjarlægja hindranir af veginum ef þörf krefur.
Lagt fram.

Umhverfisráð - 232. fundur - 07.11.2012

Kynnt var minnisblað bæjarstjóra um fund sem hún hafði með landeigendum ásamt lögregluvarðstjóra.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir vegagerð og framkvæmdum henni tengdri við Brimnesá í framhaldi af Böggvisbraut, verði sett á fjögurra ára fjárhagsáætlun.