Umhverfisráð

240. fundur 03. júlí 2013 kl. 16:00 - 18:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fosshótel - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 201209089Vakta málsnúmer

Sýslumannsembættið á Akureyri óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi Fosshótels við Skíðabraut.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

2.Samningar í gildi um söfnun brotajárns.

Málsnúmer 201305014Vakta málsnúmer

Samningur um söfnun brotajárns lagður fram til kynningar
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að kynna sér málið betur.

3.Bréf frá eigendum Grundargötu 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.

Málsnúmer 201306068Vakta málsnúmer

Innkomið bréf frá íbúum Grundargötu 15, þann 24 júní 2013, þar sem bent er á að sandfok úr fjörunni hefur aukist á nýjan leik.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að leita séfræðiráðgjafar um lausn þessa vandamáls, en þangað til verði sú girðing sem fyrir er lagfærð og lengd til beggja átta. Einnig er lagt til að fylgst verði betur með ástandinu.

4.Styrkúthlutun 2013- Ungó, Hafnarbraut 29.

Málsnúmer 201306021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð þakkar styrkinn.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku.

Málsnúmer 201306072Vakta málsnúmer

Óskar Gunnarsson, Dæli, sækir hér með um leyfi til efnistöku í Dælishólum. Um er að ræða allt að 3.000 m3 af efni til slitlags mölunar fyrir vegagerðina. Efnið verður að nokkru leyti tekið úr vegskeringum við þjóðveginn til að losna við snjósöfnun á veginum,sjá meðfylgjandi myndir. Svæðið verður sléttað og frágengið að efnistöku lokinni.
Umhverfisráð samþykkir erindið og er framkvæmdarleyfi veitt.Tekið skal fram að ganga skal frá svæðinu á snyrtilegan hátt.

6.Umsókn um leyfi fyrir breyttum rekstri í Sigtúni.

Málsnúmer 201306074Vakta málsnúmer

Kristín A. Símonardóttir, kt. 190964-2729, óskar með bréfi dagsett,25 júní 2013,eftir leyfi á breyttri notkun samanber teikningar.
Umhverfisráð samþykkir breytta notkun á húsnæðinu og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.Umhverfisráð vekur athygli á að húsnæðið þarf að uppfylla viðeigandi reglugerðir.

7.Skilti og merkingar í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201209077Vakta málsnúmer

Óskað er eftir nýrri staðsetningu á upplýsingaskilti sem fyrirhugað var á gatnamótum Skíðabrautar og Mímisvegar. Hæð 2,4 metrar og breidd 2,1 meter.
Fyrirhuguð staðsetning er sunnan innkeyrslu að Dalsmynni.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að óska umsagnar lögreglu og frestar afgreiðslu erindisins.Umhverfisráð mótmælir þeim vinnubrögðum að framkvæmdir séu hafnar áður en viðeigandi heimildir liggja fyrir.

8.Umsókn um byggingarleyfi að Bringu lóðarhluta C í landi Gullbringu.

Málsnúmer 201307005Vakta málsnúmer

F.h. eiganda lóðarhlutans, Ólafar Eldjárn, kt. 030747-2249, Öldugötu 30, 101 Reykjavík, óskar Stefán Örn Stefánsson, kt. 140147-4519, eftir byggingarleyfi fyrir frístundarhús.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu erindisins þar til skipulag svæðisins hefur öðlast gildi.

9.Athugasemd vegna frágangs á stígum við lóðarmörk.

Málsnúmer 201307007Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 30.06.2013 óskar Gunnþór E. Sveinbjörnsson eftir aðkomu sveitarfélagsins við frágang stíga við lóðamörk.
Umhverfisráð tekur undir að ganga þurfi varanlega frá stígnum og stefnt verði að því sem fyrst. Byggingarfulltrúa er að öðru leyti falið að svara erindinu.

10.Skipting jarðarinnar Skáldalækjar landnr. 151985.

Málsnúmer 201307013Vakta málsnúmer

Helgi Ásgrímsson, kt. 100444-2759, og Reimar A. Þorleifsson, kt. 020337-2149, eigendur jarðarinnar Skáldalækjar óska umsagnar á skiptingu jarðarinnar í tvo hluta.
Umhverfisráð samþykkir skiptinguna og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.

11.Uppsögn starfs garðyrkjustjóra Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201307006Vakta málsnúmer

Uppsögn starfs garðyrkjustjóra Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð þakkar Jóni Arnari vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

12.Umsókn um byggingu gistirýma að Klængshóli, Skíðadal,

Málsnúmer 201307009Vakta málsnúmer

Stefán Árnason, kt. 020346-4269, óskar fyrir hönd umráðanda lóðarinnar Klængshóll lóð 2; Jökulls Bergmann Þórarinssonar kt.110876-3199, leyfis til byggingar á tveimur gistirýmum með sama sniði og þau tvö hús sem fyrir eru á lóðinni.





Umhverfisráð frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

13.Gjaldskrá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 201306013Vakta málsnúmer

Til umræðu tillaga að gjaldskrá umhverfis og tæknisviðs.
Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá með breytingum og felur byggingarfulltrúa að koma henni til framkvæmda.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs