Umhverfisráð

245. fundur 06. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Birnunes, Árskógsströnd, sjávarvörn

Málsnúmer 201310110Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Kjartani Gústafssyni vegna sjóvarna við Birnunes, Árskógströnd.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að kynna sér málið frekar og óska eftir aðkomu vegagerðarinnar að málinu.

2.Gjaldskrár umhverfisráðs 2014

Málsnúmer 201309151Vakta málsnúmer

Gjaldskrár umhverfisráðs fyrir 2014 lagðar fram til umræðu og staðfestingar
Gjaldskár umhverfisráð 2014 ræddar og samþykktar.

3.Umhverfismat Kerfisáætlunar Landsnets

Málsnúmer 201310148Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og gerir ekki athugasemdir.

4.Framtíðasýn umhverfisráð

Málsnúmer 201311045Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá formanni umhverfisráð til umræðu.
Líflegar umræður fóru fram um framtíðarsýn umhverfisráðs.

5.Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll

Málsnúmer 201311046Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir lýsing og tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll, dags. 14.10.2013. Málið hefur áður verið til umfjöllunar en í bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 03.10.2013 telur stofnunin að fara þurfi með breytinguna sem verulega.
Breytingin felur í sér að svæði fyrir verslun og þjónustu er skilgreint á Klængshóli í Skíðadal sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.Fyrri gögn voru uppfærð og bætt inn mati á ofanflóðahættu á Klængshóli.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs  er falið að kynna lýsinguna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.  Jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna.

Umhverfisráð leggur til að umsagnarfrestur verði  tvær vikur, en að honum liðnum verði skipulagstillagan auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 nema ábendingar og athugasemdir íbúa, umsagnaraðila eða annarra hagsmunaaðila gefi tilefni til breytinga en þá verði hún tekin fyrir að nýju í umhverfisráði fyrir auglýsingu.

6.Gæðastjórnunarkerfi byggingafulltrúa

Málsnúmer 201311058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Gullbringa, breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201306010Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2010 vegna frístundabyggðar í landi Tjarnar. Ágalli er á málsmeðferð miðað við ákvæði 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lýsing vegna skipulagsbreytingarinnar var ekki tekin saman og kynnt hagsmunaaðilum og almenningi og skipulagstillagan var ekki kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á fundi eða á annan fullnægjandi hátt áður en hún var auglýst. Enn fremur var ekki leitað formlega umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum eins og áskilið er enda hafði samhljóða tillaga verið send stofnuninni sem óveruleg breyting sbr. svar Skipulagsstofnunar frá 10. maí 2013.

Lögð var fram lýsing dags. 6. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs  er falið að kynna lýsinguna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.  Jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna.
Með hliðsjón af forsögu málsins leggur Umhverfisráð til að umsagnarfrestur verði stuttur, tvær vikur, en að honum liðnum verði skipulagstillagan auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 nema ábendingar og athugasemdir íbúa, umsagnaraðila eða annarra hagsmunaaðila gefi tilefni til breytinga en þá verði hún tekin fyrir að nýju í umhverfisráði fyrir auglýsingu. Samtímis verður auglýstur framlengdur athugasemdafrestur á deiliskipulagstillögu.

8.Íbúðir fyrir aldraða.

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Lögð var fram lýsing fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfisráð leggur til að reitur 303Ib verði tekinn með í lýsingunni og fyrirhuguðu deiliskipulagi. Í framhaldi felur ráðið sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs að kynna lýsinguna í samræmi við ákvæði skipulagslaga og senda hana Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs