Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll

Málsnúmer 201311046

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 245. fundur - 06.11.2013

Tekin var fyrir lýsing og tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll, dags. 14.10.2013. Málið hefur áður verið til umfjöllunar en í bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 03.10.2013 telur stofnunin að fara þurfi með breytinguna sem verulega.
Breytingin felur í sér að svæði fyrir verslun og þjónustu er skilgreint á Klængshóli í Skíðadal sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.Fyrri gögn voru uppfærð og bætt inn mati á ofanflóðahættu á Klængshóli.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs  er falið að kynna lýsinguna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.  Jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna.

Umhverfisráð leggur til að umsagnarfrestur verði  tvær vikur, en að honum liðnum verði skipulagstillagan auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 nema ábendingar og athugasemdir íbúa, umsagnaraðila eða annarra hagsmunaaðila gefi tilefni til breytinga en þá verði hún tekin fyrir að nýju í umhverfisráði fyrir auglýsingu.