Gullbringa breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2010-2020

Málsnúmer 201306010

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 239. fundur - 05.06.2013

Með bréfi dagsett 10 maí 2013 telur skipulagsstofnun að breytinginn geti ekki fallið undir 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytinginn geti að mati stofnunarinnar haft mikil áhrif á einstaka aðila, íbúa og lóðarhafa í Laugahlíð. Fara þarf því með breytinguna samkvæmt 1. mr. 36. skipulagslaga.
Umhverfisráð samþykkir að fara þessa breytingu á aðalskipulagi samkvæmt tilmælum sem bárust frá skipulagsstofnun í framagreindu bréfi.Breyting á aðalskipulagi var auglýst þann 17. maí 2013, þar sem gögnin liggja til kynningar hjá byggingafulltrúa.  

Umhverfisráð - 242. fundur - 11.09.2013

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, dagsett 26.07.2013, þar sem fara þarf með breytinguna skv. 1. mg 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 1. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan hefur verið auglýst skv. sömu grein í fréttablaðinu þann 29.07.2013.

Umhverfisráð - 245. fundur - 06.11.2013

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2010 vegna frístundabyggðar í landi Tjarnar. Ágalli er á málsmeðferð miðað við ákvæði 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lýsing vegna skipulagsbreytingarinnar var ekki tekin saman og kynnt hagsmunaaðilum og almenningi og skipulagstillagan var ekki kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á fundi eða á annan fullnægjandi hátt áður en hún var auglýst. Enn fremur var ekki leitað formlega umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum eins og áskilið er enda hafði samhljóða tillaga verið send stofnuninni sem óveruleg breyting sbr. svar Skipulagsstofnunar frá 10. maí 2013.

Lögð var fram lýsing dags. 6. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs  er falið að kynna lýsinguna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.  Jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna.
Með hliðsjón af forsögu málsins leggur Umhverfisráð til að umsagnarfrestur verði stuttur, tvær vikur, en að honum liðnum verði skipulagstillagan auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 nema ábendingar og athugasemdir íbúa, umsagnaraðila eða annarra hagsmunaaðila gefi tilefni til breytinga en þá verði hún tekin fyrir að nýju í umhverfisráði fyrir auglýsingu. Samtímis verður auglýstur framlengdur athugasemdafrestur á deiliskipulagstillögu.