Umhverfisráð

238. fundur 15. maí 2013 kl. 16:15 - 19:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Varamaður
  • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umókn um stækkun lóðar að Aðalgötu 8, Hauganesi.

Málsnúmer 201304069Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags 16.04.2013 óska eigendur ( þeir Ólafur og Stefán Gunnarssynir ) að norðurhluta Aðalgötu 8 á Hauganesi að stækka lóðina við húsið. Eins og fram kemur í rafpósti frá þeim "Með því er okkur m.a. gert kleift að bæta umhverfi hússins og þar með ásýnd götunnar. Stækkun sem við förum fram á er eftirfarandi: Norðumörk lóðar verð 10-12 metra frá norðuvegg hússins. Lóðarmörk í vestur (niður að sjó) verði eins og heimiluð voru vegna Aðalgötu 6 (Selvík). Lóðarmörk norðan og vestan verði tengd saman þannig að lóð verði sem heillegust jafnframt því að tryggja gangveg milli norðan og vestan við húsið."
Fyrir fundinum lá loftmynd af svæðinu ásamt lóðablöðum nærliggjandi lóða.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur byggingafulltrúa að koma með tillögu að lóðarblaði fyrir Aðalgötu 8 ásamt aðliggjandi lóðum í samráði við lóðarhafa.

2.Varðar skipulagsskilmála varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

Málsnúmer 201304035Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Skipulagsstofnun frá 8. apríl 2013 vekur stofnunin athygli á bréfi frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, en það er dagsett 19. febrúar 2013. Í því bréfi er bent á að ef sveitarstjórn ákveði að grunnskólar sveitarfélagsins skuli aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna, skal það koma fram í skilmálum með deiliskipulagi, samanber rökstuðningi ráðuneytis í meðfylgjandi bréfi.
Skipulagsstofnun beinir því til skipulagsyfirvalda að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags ef fyrrgreint á við.
lagt fram til kynningar.

3.Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201303083Vakta málsnúmer

Á 236. fundi umhverfisráðs var tekið fyrir ofangreind deiliskipulagstillaga og hún staðfest í sveitarsjórn. Það kallar á breytingu á gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Breytingin var send til Skipulagsstofnunar. Borist hefur svar frá stofnuninni vegna þess erindis dagsett 10. maí þar sem skipulagsstofnun telur að breytingar geti ekki fallið undir 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er hægt að fara með deiliskipulagið í auglýsingarferil fyrr en staðfesting hefur borist og er því nauðsynlegt að taka málið fyrir í nefndinni þegar svar liggur fyrir.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að upplýsa eigendur Gullbringu um stöðu málsins og hafa samráð við skipulagsstofnun um framvindu málsins.

4.Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu nú um tíma og hefur umhverfisráð fengið hagsmunaaðila að verkinu og auk íbúa.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla fullnægjandi gagna.

5.Svæðiskipulag Eyjafjarðar 2013

Málsnúmer 201305029Vakta málsnúmer

Samkvæmt skipulagslögum ber að leita umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila. Þeir hafa skilað inn umsögnum sínum og hefur nefnd um Svæðiskipulag Eyjafjarðar farið yfir þær athugasemdir.
Þær breytingar sem gerðar voru á fyrirliggjandi gögnum vegna framangreindra athugasemda eru minniháttar og er einungis um orðalagsbreytingar að ræða. Til glöggvunar liggur fyrir fundinum samantekt á þeim athugasemdum sem gerðar voru og viðbrögðum við þeim.
Fyrir fundinum liggur fundargerð 32. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar og er hún samþykkt.

6.Framkvæmdir sumarsins 2013

Málsnúmer 201305036Vakta málsnúmer

Umhverfisráð ræddi framkvæmdalista sumarsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Varamaður
  • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs