Varðar skipulagsskilmála varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

Málsnúmer 201304035

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 238. fundur - 15.05.2013

Í bréfi frá Skipulagsstofnun frá 8. apríl 2013 vekur stofnunin athygli á bréfi frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, en það er dagsett 19. febrúar 2013. Í því bréfi er bent á að ef sveitarstjórn ákveði að grunnskólar sveitarfélagsins skuli aðeins þjónusta ákveðna árganga grunnskólabarna, skal það koma fram í skilmálum með deiliskipulagi, samanber rökstuðningi ráðuneytis í meðfylgjandi bréfi.
Skipulagsstofnun beinir því til skipulagsyfirvalda að breyta skipulagsskilmálum deiliskipulags ef fyrrgreint á við.
lagt fram til kynningar.