Umókn um stækkun lóðar að Aðalgötu 8, Hauganesi.

Málsnúmer 201304069

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 238. fundur - 15.05.2013

Með rafpósti dags 16.04.2013 óska eigendur ( þeir Ólafur og Stefán Gunnarssynir ) að norðurhluta Aðalgötu 8 á Hauganesi að stækka lóðina við húsið. Eins og fram kemur í rafpósti frá þeim "Með því er okkur m.a. gert kleift að bæta umhverfi hússins og þar með ásýnd götunnar. Stækkun sem við förum fram á er eftirfarandi: Norðumörk lóðar verð 10-12 metra frá norðuvegg hússins. Lóðarmörk í vestur (niður að sjó) verði eins og heimiluð voru vegna Aðalgötu 6 (Selvík). Lóðarmörk norðan og vestan verði tengd saman þannig að lóð verði sem heillegust jafnframt því að tryggja gangveg milli norðan og vestan við húsið."
Fyrir fundinum lá loftmynd af svæðinu ásamt lóðablöðum nærliggjandi lóða.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur byggingafulltrúa að koma með tillögu að lóðarblaði fyrir Aðalgötu 8 ásamt aðliggjandi lóðum í samráði við lóðarhafa.