Snjósöfnun kringum vegrið við Hrísatjörn

Málsnúmer 202001080

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 332. fundur - 31.01.2020

Til umræðu snjósöfnun við Hrísatjörn eftir að vegrið voru sett upp beggja vegna þjóðvegar.
Umhverfisráð tekur undir áhyggjur íbúa vegna snjósöfnunar við Hrísatjörn og felur sviðsstjóra að óska eftir fulltrúa Vegagerðarinnar á fund ráðsins í ferbrúar.

Umhverfisráð - 335. fundur - 03.04.2020

Til umræðu snjósöfnun við Hrísatjörn eftir að vegrið voru sett upp beggja vegna þjóðvegar.
Undir þessum lið kom inn á fjarfundinn Margrét Silja Þorkelsdóttir frá Vegagerðinni kl. 13:48
Margrét Silja vék af fundi kl. 14:05
Umhverfisráð þakkar Margréti Silju fyrir skýringarnar og felur sviðsstjóra og deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar að óska eftir nánara samráði og jafnvel lækkun hámarkshraða í 70 km/klst fyrr á þessum kafla.
Með þeirri aðgerð mætti endurskoða staðsetningu vegriðanna á þessu svæði.
Steinþór vék af fundi kl. 14:14