Erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi 28. maí 2019

Málsnúmer 201905168

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Tekið fyrir innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi frá 28. maí 2019.
Umhverfisráð þakkar íbúaráðinu á Árskógssandi fyrir erindið og felur sviðsstjóra að boða fulltrúa ráðsins á fund umhverfisráðs í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2020.

Umhverfisráð - 326. fundur - 02.09.2019

Til umræðu innsent erindi frá íbúasamtökunum á Árskógssandi.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Pétur Sigurðsson, fulltrúi frá íbúasamtökunum, kl. 14:06
Pétur Sigurðsson vék af fundi kl. 14:59
Ráðið þakkar Pétri fyrir gagnlegar umræður og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Tekið fyrir erindi frá Íbúaráði á Árskógssandi, dagsett 20. maí 2019, þar sem farið er yfir nokkur atriði sem ráðið óskar eftir að Umhverfisráð taki fyrir á fundi hjá sér.

Umhverfisráð tók erindið fyrir á 326. fundi ráðsins þann 2. september 2019 og vísaði erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2023.
Lagt fram til kynningar.