Umhverfisráð

268. fundur 14. september 2015 kl. 08:15 - 12:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Karl Ingi Atlason mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll.

1.Vegna fjárhagsáætlunargerðar 2016 - fasteignagjöld

Málsnúmer 201507003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sævaldi Jens Gunnarssyni, dagsett þann 26. júní 2015, er varðar álagningu fasteignagjalda í Dalvíkurbyggð sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs.
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og frestar afgreiðslu þar til niðurstaða fæst úr úttekt og samanburði á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, sem ákveðið var af byggðarráði að láta vinna fyrir sveitarfélagið.

2.Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2016

Málsnúmer 201507046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs frá Leikfélagi Dalvíkur, ódagsett en móttekið þann 15. júlí 2015, er varðar neðri hæðina í Ungó. LD leggur til við Dalvíkurbyggð að félagsmenn leikfélagsins taki á sig alla vinnu við að gera upp neðri hæðina og Dalvíkurbyggð myndi greiða efniskostnaðinn.
Umhverfisráð leggur til að kostnaður við efniskaup vegna viðhalds á kjallara Ungó verði greiddur af eignasjóði ( 31). Sviðsstjóra falið að hafa umsjón og eftirlit með verkinu.

3.Íbúasamtökin á Árskógssandi; beiðni um styrk

Málsnúmer 201508049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Erlu Eiríksdóttur sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs, f.h. íbúasamtakanna á Árskógssandi, dagsett þann 14. ágúst 2015, þar sem fram kemur að íbúar á Árskógssandi sækja um styrk til að koma leiksvæðinu á staðnum i viðunandi horf.
Umhverisráð getur ekki fallist á að veita styrk til íbúasamtaka á Árskógsströnd vegna endurbóta á leiksvæði. Ráðið leggur þó áherslu á að þetta svæði verði ofarlega á verkefnalista næsta árs, og verði þær endurbætur gerðar í samráði við íbúasamtökin.

Umhverfisráð vill þó taka fram að ráðið harmar hvernig staðið var að lagfæringum síðastliðið sumar og biðst afsökunar á seinaganginum.

4.Fjárhagsáætlun 2016; Herferð Dalvíkurbyggðar gegn ágengum plöntum.

Málsnúmer 201508092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 30. ágúst 2015, þar fram kemur að bréfritari fagnar mjög boðaðri herferð gegn ágengum plöntum en vill vekja athygli á að kerfill hefur náð sér verulega á strik nyrst í Hörgárbyggð. Lagt er til að Dalvíkurbyggð bæti við svæðinu meðfram þjóðvegi frá mörkum Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar að Dalvík og að jafnframt verði skoðuð samvinna á milli Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar hvað þetta varðar þannig að kerfill berist ekki á milli sveitarfélaganna.
Umhverfisráð þakka Gittu fyrir góða ábendingu og felur umhverfisstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Hörgársveit og aðkomu Vegagerðarinnar að verkefninu.

5.Umhverfismál í Túnahverfi. Vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2016

Málsnúmer 201508096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá Friðrikku J. Jakobsdóttur og Dóróþeu Reimarsdóttur, f.h. íbúa í Túnahverfi, dagsett þann 31. ágúst 2015, sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs þar sem vísað er til umfjöllunar umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar frá fundi þann 11. mars 2006 um erindi dagsett þann 27. febrúar 2006 frá íbúum við Hringtún, Steintún og Miðtún um framkvæmdir við opin leiksvæði í Túnahverfi. Bókað var að það yrði tekið upp við gerð næstu fjárhags- og framkvæmdaráætlunar. Á fundi bæjarráðs þann 21. september 2006 var erindi íbúa í Túnahverfi tekið fyrir, bréf dagsett þann 11. september 2006, þar sem ýmsum hugmyndum og tillögum hvað varðar framkvæmdirnar var lýst og einnig var lýst yfir áhuga að taka þátt í ferlinu við gerð svæðisins. Erindinu var vísað frá bæjarráði til umhverfis- og tæknisviðs. Síðan þá hefur engin hreyfing verið á málinu. Íbúar Túnahverfis ítreka hér með þá ósk sína að hafist verði handa við frágang þessa svæðis þar sem níu ár eru liðin frá því að upphaflega var fjallað um erindið.
Umhverfisráð þakkar innsent erindi íbúa. Þar sem deiliskipulag svæðisins var ekki klárað á sínu tíma og er í vinnslu er óskum um gerð leiksvæðis vísað til þeirrar vinnu.

Þær lagfæringar sem bent er á verða teknar til greina við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

6.Fjárhagsáætlun 2016;; úrbætur í vegamálum ábúenda í Svæði

Málsnúmer 201509028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá ábúendum í Svæði, Magnúsi Á. Magnýssyni og Heiðu Hringsdóttur, bréf dagsett þann 1. september 2015, þar sem þau fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið lagi heimreiðina að bænum.
Umhverfisráð þakka Heiðu og Magnúsi innsent erindi og felur sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. Ráðið sér þó ekki að hægt verði að verða við þessu erindi við gerð fjárhagsáætlunar 2016, en gerir sér grein fyrir að verkefnið er þarft á næstu 2-3 árum.

7.Fjárhagsáætlun 2016; Samningur við Náttúrusetrið á Húsabakka

Málsnúmer 201509074Vakta málsnúmer

Til umræðu endurnýjun á samkomulagi við Náttúrusetrið á Húsabakka.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að endurskoða samkomulagið við Náttúrusetrið fyrir 31. maí 2016 með framlengingu í huga. Ráðið óskar einnig eftir greinagerð frá Náttúrusetrinu um ráðstöfun styrksins 2015.

8.Gjaldskrár umhverfis og tæknisvið 2016

Málsnúmer 201509077Vakta málsnúmer

Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2016.
Tillaga sviðsstjóra um hækkun gjaldskráa umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt þeim vísitölum sem viðkomandi gjaldskrár eru tengdar við samþykkt. Þær gjaldskrár sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3 %.

Gjaldþátttaka íbúa er áfram 80% af kostnaði við almenna sorphirðu og gjald vegna dýrahræja hækkað úr 70% í 80% af kostnaði. Þar sem hækkun þessarar gjaldskrár er umfram hækkun vísitölu vill ráðið benda á að við gerð samnings um sorphirðu í Dalvíkurbyggð 1. september 2015 var þjónusta á gámasvæði aukin til muna, móttöku sorps frá sumarhúsum bætt við, og þjónusta við dreifbýli bætt. Ráðið vísar gjaldskrám sviðsins til staðfestingar í byggðarráði.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2016

Málsnúmer 201509078Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs-og fjárhagsáætlun 2016, ásamt framkvæmdaráætlun fyrir 2016.
Umhverfiráð hefur farið yfir framkvæmdaráætlun 2016, starfs- og fjárhagsáætlun 2016 og gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

10.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201501129Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra frá 15. apríl, 6. maí, 24. júní og 2. september 2015.
Ráðið hefur kynnt sér fundagerðirnar og gerir ekki athugasemdir.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs