Sveitarstjórn

250. fundur 29. október 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Björn Snorrason Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 674

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 675

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 676

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 677

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 678

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 679

7.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 680

8.Atvinnumálanefnd - 35

9.Félagsmálaráð - 172

10.Félagsmálaráð - 173

11.Fræðsluráð - 176

12.Íþrótta- og æskulýðsráð - 50

13.Landbúnaðarráð - 83

14.Umhverfisráð - 243

15.Umhverfisráð - 244

16.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 5

17.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 6

18.Fundagerðir stjórnar Dalbæjar 2013, nr. 4,5,6,7.

Málsnúmer 201303148Vakta málsnúmer

Enginn tók til máls um fundargerðirnar.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 21. maí, 10. júní, 16. september og 14. október s.l.

19.Sveitarstjórn - 249, til kynningar.

Málsnúmer 1309007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Frá Berglindi Björk Stefánsdóttur; Úrsögn úr Veitu- og hafnaráði og öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið.

Málsnúmer 201310077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, bréf dagsett þann 15. október 2013, þar sem hún óskar lausnar frá formennsku í veitu- og hafnaráði og frá trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið út kjörtímabilið vegna fæðingarorlofs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæði beiðni Berglindar um lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi.Sveitarstjórn þakkar Berglindi  Björk fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins.

21.Kosningar í ráð og nefndir skv. 33. gr. VI. kafla um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar frá 14.02.2013; a) kosning formanns veitu- og hafnaráðs.

Málsnúmer 201310109Vakta málsnúmer

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu:

Þorsteinn Már Aðalsteinsson, formaður, í stað Berglindar Bjarkar Stefánsdóttur.
Björgvin Hjörleifsson, varaformaður, í stað Þorsteins Más Aðalsteinssonar.
Kristján Hjartarson, varamaður, í stað Björgvins Hjörleifssonar.
Fleiri tóku ekki til máls.

Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreindir réttkjörnir.

22.Tillaga um útsvarsprósentu Dalvíkurbyggðar árið 2014.

Málsnúmer 201310111Vakta málsnúmer

Á 678. fundi byggðaarráðs þann 17. október s.l. samþykkti byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að útvarsprósenta Dalvíkurbyggðar verði óbreytt árið 2014 eða 14,48% og vísað ofangreindu til afgreiðslu sveitarstjórnar, sbr. 1. liður b.8.
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 verði óbreytt eða 14,48%.

23.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2014. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201310014Vakta málsnúmer

Á 6. fundi veitu- og hafnaráðs þann 10. október 2013 var lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2014. Breytingin á gjaldskránni á milli ára er breyting á vísitölu byggingarkostnaðar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að ofangreindri gjaldskrá.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2014 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

24.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Til máls tóku;
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Björn Snorrason, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil vekja athygli á því að Aðalsjóður er settur á hliðina 2014 og 2015 með 40 milljóna króna styrkveitingu hvort ár til UMFS til uppbyggingar á íþróttaaðstöðu og vil benda á að fyrir tæplega helming þessarar upphæðar eða um 14 - 15 milljónir væri hægt að falla algjörlega frá innheimtu lóðarleigu og þó skilja Aðalsjóð eftir með viðunandi afkomu. Einnig væri hægt, með betri niðurstöðu þó fyrir Aðalsjóð að falla frá innheimtu lóðarleigu af íbúðarhúsnæði bæði þessi ár og setja 2 x 20 milljónir í hóflegri framkvæmdir á íþróttasvæðinu en nú eru hugmyndir um.

Kristján E. Hjartarson.

Guðmundur St. Jónsson.

Niðurstaða rekstrar A- og B-hluta:
Árið 2014 kr. 33.401.000.
Árið 2015 kr. 14.891.000.
Árið 2016 kr. 66.295.000.
Árið 2017 kr. 51.040.000

Niðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
Árið 2014 kr. 6.447.000
Árið 2015 kr. 159.000
Árið 2016 kr. 27.300.000
Árið 2017 kr. 7.016.000.

Fjárfestingar:
Árið 2014 kr. 293.530.000
Árið 2015 kr. 242.305.000
Árið 2016 kr. 228.560.000
Árið 2017 kr. 199.080.000

Veltufé frá rekstri:
Árið 2014 kr. 240.078.000
Árið 2015 kr. 234.115.000
Árið 2016 kr. 295.972.000
Árið 2017 kr. 288.718.000

Lántaka:
Árið 2014 kr. 225.000.000
Árið 2015 kr. 150.000.000
Árið 2016 kr. 100.000.000
Árið 2017 kr. 90.000.000

Afborganir lána:
Árið 2014 kr. 104.652.000
Árið 2015 kr. 122.003.000
Árið 2016 kr. 137.545.000
Árið 2017 kr. 145.899.000
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Björn Snorrason Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs