Sveitarstjórn

259. fundur 20. maí 2014 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 696, frá 30.04.2014

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 697, frá 08.05.2014.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 698, frá 15.05.2014.

4.Félagsmálaráð - 177, frá 30.04.2014.

5.Félagsmálaráð - 178, frá 12.05.2014.

6.Fræðsluráð - 181, frá 14.05.2014.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 56. frá 06.05.2014.

8.Landbúnaðarráð - 88, frá 15.04.2014.

9.Landbúnaðarráð - 89, frá 06.05.2014.

10.Umhverfisráð - 250, frá 07.05.2014.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 13, frá 14.05.2014.

12.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201403019Vakta málsnúmer

Á 258. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl 2014 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2013 tekinn til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa honum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn Dalvikurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar 2013 eins og hann liggur fyrir og áritar reikninginn til staðfestingar.

13.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; endurskoðun. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201403021Vakta málsnúmer

Á 258. fundi sveitarstjórnar þann 15.apríl 2014 var tillaga um breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa breytingartilögunni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

14.Fjárhagsáætlun 2014; heildarviðauki I.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201405096Vakta málsnúmer

Á 698. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2014 var samþykkt samhljóða tillaga að heildarviðauka I 2014 eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 í fjárhagsáætlunarlíkani.

Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B-hluta með viðauka er kr. 72.101.000 í stað kr. 68.178.000.
Áætluð rekstrarniðurstaða A-huta með viðauka er kr. 26.098.000 í stað kr. 47.113.000 áður.

Áætluð lántaka 2014 er kr. 40.000.000, sem er vegna viðhaldsframkvæmda við Dalbæ, var áður áætlað kr. 210.000.000.
Áætlaðar fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjárnum er kr. 156.201.000, var áður áætlað kr. 310.530.000.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Kristján E. Hjartarson, sem færði samstarfsmönnum í sveitarstjórn og sveitarstjóra þakkir fyrir samstarfið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2014-2017 eins og hún liggur fyrir.

15.Fjárhagsrammi 2015; tillaga.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201405105Vakta málsnúmer

Á 698. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2014 var tillaga að fjárhagsramma 2015 tekin fyrir og hún samþykkt samhljóða.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að fjárhagsramma 2015 vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

Miðað við gefnar forsendur gerir tillagan ráð fyrir jákvæðum afgangi A-hluta að upphæð kr.53.813.000 og jákvæðum afgangi A- og B- hluta að upphæð kr. 85.740.000.

Fjárfestingar og framkvæmdir alls eru áætlaðar kr. 308.805.000.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, um fjárhagsrammann.
Sveitarstjóri færði samstarfsmönnum í sveitarstjórn þakkir fyrir gott samstarf á undanförnum árum.
Jóhann Ólafsson, um fjárhagsrammann.
Jóhann Ólafsson, sem færði samstarfsmönnum í sveitarstjórn þakkir fyrir farsælt samstarf sem og starfsfólki Dalvíkurbyggðar.
Óskar Óskarsson, sem þakkaði samstarfið í sveitarstjórn.
Valdís Guðbrandsdóttir, sem tekur undir þakkir um gott samstarf.
Anna Guðný Karlsdóttir, sem þakkar fyrir samstarfið.
Guðmundur St. Jónsson, sem þakkar samstarfið.

Sveitarstjórn færir sveitarstjóra bestu þakkir fyrir gott og farsælt samstarf og starf í þágu sveitarfélagsins á undanförnum árum.
Sveitarstjórn færir einnig sviðsstjórum og stjórnendum þakkir fyrir samstarfið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillöguna eins og hún liggur fyrir.

16.Sveitarstjórn - 258, frá 15.04.2014.Til kynningar.

Málsnúmer 1404005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs