Fjárhagsáætlun 2014; heildarviðauki I.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201405096

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 259. fundur - 20.05.2014

Á 698. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2014 var samþykkt samhljóða tillaga að heildarviðauka I 2014 eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 í fjárhagsáætlunarlíkani.

Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B-hluta með viðauka er kr. 72.101.000 í stað kr. 68.178.000.
Áætluð rekstrarniðurstaða A-huta með viðauka er kr. 26.098.000 í stað kr. 47.113.000 áður.

Áætluð lántaka 2014 er kr. 40.000.000, sem er vegna viðhaldsframkvæmda við Dalbæ, var áður áætlað kr. 210.000.000.
Áætlaðar fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjárnum er kr. 156.201.000, var áður áætlað kr. 310.530.000.

Til máls tóku:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Kristján E. Hjartarson, sem færði samstarfsmönnum í sveitarstjórn og sveitarstjóra þakkir fyrir samstarfið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2014-2017 eins og hún liggur fyrir.