Sveitarstjórn

279. fundur 19. apríl 2016 kl. 16:15 - 17:08 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
 • Bjarni Jóhann Valdimarsson
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771, frá 17.03.2016.

Málsnúmer 1603008Vakta málsnúmer

 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

  Á 688. fundi byggðaráðs þann 16. janúar 2014 var eftirfarandi bókað:
  "4.
  201310135 - Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru.

  Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14.

  Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðaráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu.

  Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli.

  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi."


  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Þresti Karlssyni, bréf dagsett þann 5. mars 2016, og varðar ítrekaða ósk til sveitarfélagsins um nánari skýringar á heimaæðareikningi vegna Snerru Svarfaðardal, fastanúmar 209-852.

  Til umræðu ofangreint.

  Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
 • Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "3.
  201408038 - Málefni Húsabakka; söluferli

  Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjórn að hefja undirbúning á sölu húseignanna að Húsabakka og sú afgreiðsla var staðfest í sveitarstjórn 17. febrúar s.l.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 8. mars 2016, er varðar söluferli á húseignunum Húsabakka. Sveitarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við fasteignasöluna Hvamm á Akureyri og Fasteignamiðstöðina í Kópavogi, um að hafa með höndum sölu á skólabyggingunum á Húsabakka.

  Til umræðu ofangreint.

  Afgreiðslu frestað, byggðaráð óskar eftir útfærðri tillögu á næsta fundi ráðsins."


  Sveitarstjóri gerði grein fyrir upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda.
  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhóp um fasteignir sveitarfélagsins að eiga fund með viðkomandi fasteignasölum til að ræða og ákveða söluferlið á Húsabakka.
 • Á 202. fundi fræðsluráðs þann 9. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

  "1.
  201603019 - Ráðning sérkennslustjóra á Krílakot

  Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k.

  Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120. "


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila leikskólastjóra Krílakots og Kátakots að leysa málin fram að áramótum innan fjárhagsramma leikskólanna og/eða innan málaflokks fræðslu- og uppeldismála, í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.
  Byggðaráð beinir því til leikskólastjóra og fræðsluráðs að taka erindið til umfjöllunar að nýju við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
 • Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið mættu kl. 08:20 Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson refaskyttur. Ottó B Jakobsson mætti undir þessum líð sem varamaður Gunnsteins Þorgilssonar.
  201602061 - Refa og minkaeyðing 2016
  Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu.
  Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður.
  Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt.
  Vetrarveitt dýr kr. 9.000
  Grenjadýr kr. 14.000
  Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500
  Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar.

  Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson viku af fundi kl 09:30
  Ottó vék einnig af fundi eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 09:55."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er varðar reglur um gildandi greiðslur og rök fyrir tillögu að breytingum:
  Gildandi reglur vegna greiðslu fyrir refaskott voru eftirfarandi.

  Grenjadýr kr. 9.000
  Vetraveitt dýr kr 9.000, en fyrir þá sem ekki voru ráðnir skyttur kr 7.000.
  Kílómetragjald var svo greitt ásamt tímagjaldi við grenjavinnslu.
  Sú breyting sem lögð er til er í samræmi við þær reglur sem gilda í sveitarfélögunum í kringum okkur og gera það að verkum að betra er að halda utan um útlagðan kostnað.


  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 16. mars 2016, þar sem óskað er eftir viðauka vegna framkvæmda við viðbyggingu Krílakots sem hér segir:
  Þann 8. desember 2015 var óskað eftir breytingum og viðauka vegna viðbyggingar við Krílakot á þá leið að árið 2015 kæmu kr. 44.200.000 til lækkunar á lið 32200-11601. Þá var gert ráð fyrir að staða verksins í árslok yrði sú en rauntala varð kr. 45.293.263.
  Þann 8. október 2015 hafði áætlun 2015 verið lækkuð úr kr. 88.200.000 í kr. 80.283.370 og er því sótt um kr. 34.990.107 til hækkunar á lið 32200-11061 á milli ára 2015 og 2016.

  Einnig er óskað eftir kr. 1.910.000 til viðbótar vegna hækkunar á verði innréttinga og innihurða.

  Alls kr. 36.900.107 beiðni um viðauka 2016. Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 101.366.000. Samtals framkvæmdarkostnaður árið 2016 yrði þá kr. 138.266.107.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 36.900.107,vísað á lið 32200-11061. Hækkunin kemur á móti lækkun á handfæru fé.
 • Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 15. mars 2016, þar sem fram kemur að á fjárhagsáætlun 2015 var gert ráð fyrir kr. 2.575.000 vegna 1/8 hlutar Dalvíkurbyggðar í tveimur verkefnum. Gert var ráð fyrir því fram á síðasta dag að farið yrði í þessi verkefni á árinu 2015 en svo varð ekki. Sótt er um viðauka að upphæð kr. 2.359.939 við fjárhagsáætlun 2016 á 32200-11560.

  Samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 15. mars 2016, þá liggur fyrir að það verði farið í þessar sjóvarnir á þessu ári þar sem búið er að bjóða verkin út og semja við verktaka.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að uppæð kr. 2.359.939, vísað á lið 32200-11560 og til lækkunar á handbæru fé.
  Byggðaráð beinir því til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kanna hvort svigrúm sé innan ramma sviðsins.
 • Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 8. mars 2016, þar sem veittar eru ítarlegar upplýsingar um úthlutanir og greiðslur einstakra framlaga úr sjóðnum á árinu 2015. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 8. mars 2016 frá nefndasviði Alþingis, þar sem fram kemur að velferðarnefnd Alþings óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfæslu ( borgaralaun), 354. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 1. apríl n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Lagt fram til kynningar.
 • 1.9 201603055 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771
 • 1.10 201507012 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs sveitarstjórnarmennirnir Valdís Guðbrandsdóttir, Valdemar Þór Viðarsson og Heiða Hilmarsdóttir, kl. 15:00.

  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 771 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772, frá 31.03.2016.

Málsnúmer 1603010Vakta málsnúmer

 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Freyr Antonsson, varaformaður landbúnaðarráðs, kl. 13:00.

  Á 103. fundi landbúnaðarráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild.
  Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum. Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
  Tillaga að fjallskilagjaldi vegna fjallgirðingar.
  Tillögur fulltrúa landeigenda á Árskógsströnd um stofnun fjallgirðingarsjóðs, bréf dagsett þann 6. mars 2016.
  Drög að erindisbréfi fyrir fjallskiladeild Árskógsdeildar.
  Minnisblað sveitarstjóra um fjallgirðingar og fjallgirðingarsjóð.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita vilyrði fyrir stofnun fjallgirðingarsjóðs fyrir Árskógsdeild.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að landbúnaðarráð hafi umsjón með sjóðnum og úthlutun úr honum.
  c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggi fyrir endurskoðuð drög að erindisbréfi fyrir landbúnaðarráð í samræmi við ofangreint.
  Bókun fundar 1. liður a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  1. liður b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiöslu byggðaráðs.
 • Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Til afgreiðslu innsent erindi frá forsvarmönnum landeigenda á Árskógsströnd vegna endurnýjunar á fjallgirðingu.
  Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu. Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er"

  Til umræðu ofangreint.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 ,vísað á lið 13210 og til lækkunar á handbæru fé.
  Byggðaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að kanna hvort hægt sé að skera niður á móti ofangreindum viðauka.
 • Á 771. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið mættu kl. 08:20 Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson refaskyttur. Ottó B Jakobsson mætti undir þessum líð sem varamaður Gunnsteins Þorgilssonar. 201602061 - Refa og minkaeyðing 2016 Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu. Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður. Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt. Vetrarveitt dýr kr. 9.000 Grenjadýr kr. 14.000 Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500 Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar. Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson viku af fundi kl 09:30 Ottó vék einnig af fundi eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 09:55." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er varðar reglur um gildandi greiðslur og rök fyrir tillögu að breytingum: Gildandi reglur vegna greiðslu fyrir refaskott voru eftirfarandi. Grenjadýr kr. 9.000 Vetraveitt dýr kr 9.000, en fyrir þá sem ekki voru ráðnir skyttur kr 7.000. Kílómetragjald var svo greitt ásamt tímagjaldi við grenjavinnslu. Sú breyting sem lögð er til er í samræmi við þær reglur sem gilda í sveitarfélögunum í kringum okkur og gera það að verkum að betra er að halda utan um útlagðan kostnað. Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum".

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur Þór og Freyr viku af fundi kl.13:50.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur.
 • Tekið fyrir erindi frá Íslandspósti, bréf dagsett þann 4. mars 2016, frá forstjóra Íslandspóst ohf., sem er svarbréf við ályktun byggðaráðs í tilefni af fyrirhuguðum breytingu á póstþjónustu.

  Fram kemur meðal annars að ástæða þess að gripið er til fyrirhugaðara breytinga er sú að bréfasendinum hefur fækkað verulega á síðustu árum. Það hefur leitt til þess að póstþjónustan hefur verið rekin með tapi. Ástæða er til þess að fullvissa byggðaráð Dalvíkurbyggðar um það, að metnaður stjórnenda Íslandspósts stendur tvímælalaust til þess að þjónusta íbúa sveitarfélagsins svo sem best verður á kosið. Að sama skapi er vonast til þess að á því sé fullur skilningur að stjórnendur Íslandspósts geta ekki fremur en aðrir haldið uppi þjónustu, sem takmörkuð eftirspurn er eftir og sem ekki skilar nægjum tekjum.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar.
 • Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:
  "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsettur þann 24. nóvember 2015, og varðar vinabæjamótið sem haldið verður í Lundi 20. - 22. júní 2016. Hér með er 5 fulltrúum frá Dalvíkurbyggð boðin þátttaka, sem og 5 ungmennum. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Norræna félagsins. Vinabæjamótinu er því skipt upp í þrjá hluta. Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku verði sendar eigi síðar en 1. mars 2016.
  Lagt fram til kynningar. "

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi dagskrá og upplýsingar vegna vinabæjamótsins, minnisblað sveitarstjóra frá 29. mars 2016, og umsókn Lund f.h. vinabæjanna um styrk frá Erasmus.

  Til umræðu ofangreint.

  Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir kr. 320.000 vegna vinabæjasamskipta.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar.
 • Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi niðurstaða bókuð:
  "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að samningur við VÍS verði framlengdur í samræmi við ákvæði samningsins og hugað verði að útboði á næsta ári."

  Til umræðu ofangreint.

  Í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir útboði á vátryggingum sveitarfélagsins.


  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafinn verði undirbúningur að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögur að vinnuhóp og hvert skuli leita með ráðgjöf.
 • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., bréf ódagsett, þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016 föstudaginn 8. apríl 2016 kl. 15:30 í Reykjavík.

  Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar.
 • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 837 frá 18. mars 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773, frá 14.04.2016.

Málsnúmer 1604006Vakta málsnúmer

 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

  Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Laufeyju Eiríkisdóttur, rafbréf dagsett þann 8. mars 2016, þar fram kemur að þau íbúar í Árskógi lóð 1, Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson, munu ekki nýta sér forkaupsrétt samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar þar um. Óska þau eftir að hafa húsið til leigu allt að næstu áramótu, þ.e. 2016-2017 eða þar til þau hafa náð að gera ráðstafanir til að finna annað húsnæði. Á fundi byggðaráðs þann 8. maí 2014 var eftirfarandi bókað og samþykkt: "Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2014, þar sem Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson óska eftir að leigusamningur um íbúðina í Árskógi lóð 1 verði framlengdur til 1. júní 2016 en samningurinn rennur út um næstu áramót.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni."
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi á þeim forsendum að sambærilegum erindum hefur verið nýlega hafnað."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Laufeyju Eiríksdóttur, dagsettur þann 12. apríl 2016, þar sem fram kemur að Laufey hefur ákveðið að segja upp starfi sínu sem forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns þannig að hún láti af störfum um áramótin 2016/2017. Með hliðsjón af því ítrekar Laufey beiðni sína um að fá að leigja húsnæðið í Árskógi lóð 1, fram að þeim tíma.

  Til umræðu ofangreint.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja ofangreindan leigusamning til allt að 31.12.2016 í ljósi breyttra forsenda. Húsnæðið verður eigi að síður sett á söluskrá við fyrsta tækifæri með möguleika á afhendingu um næstu áramót.
 • Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
  "Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem auglýst er eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og umsóknarfresturinn rennur út í lok apríl.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögu um eitt verkefni sem ætti að sækja um".

  Niðurstaða framkvæmdastjórnar var að sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og fræðslu- og menningarsviðs ákveði í sameiningu um hvaða eitt verkefni á að sækja fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsókn til EBÍ vegna göngubrú yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
  Kostnaðaráætlun er kr. 5.328.000 og gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð fjármagni beint kr. 2.388.000. Framkvæmdartími sumarið 2016.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:38.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn, en vísar áætluðu framlagi frá Dalvíkurbyggð til umfjöllunar við fjárhagsáætlunarvinnu í haust.
 • Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 29. mars 2016, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta 16 hluthafa og hafa þeir tekið tilboðinu. Dalvíkurbyggð er boðið að nýta forkaupsrétt sinn í umræddum hlutabréfum í hlutfalli við hlutafjáreign sveitarfélagsins í Tækifæri hf. Frestur til að ganga inn í tilboðið er til 29. maí 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki forkaupsréttinn skv. ofangreindu.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins, Öldugata 19 fastanúmer 215-6661, að upphæð kr. 9.500.000. dagsett þann 31. mars 2016, frá Patryk Grzegorz Maniakowski.

  Kauptilboðið hefur verið samþykkt með fyrirvara um samþykki byggðaráðs.

  Á fundinum var einnig upplýst að fleiri sýndu eigninni áhuga og annað lægra kauptilboð barst.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni.
 • Lögð fram til kynningar 278. fundargerð stjórnar Eyþings frá 9. mars 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Lagt fram til kynningar.
 • Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:10 vegna vanhæfis.

  Kristján Guðmundsson sat fundinn undir þessum lið sem gestur.

  Tekið fyrir erindi frá sjúkraflutningamönnum á Dalvík, Lions klúbbnum Sunnu og læknum HSN Dalvík, bréf dagsett þann 13. apríl 2016, þar sem fram kemur að sjúkraflutningamenn á Dalvík ásamt læknum HSN á Dalvík ákváðu að hrinda af stað fjársöfnun til kaupa á hjartahnoðtæki. Leitað var til Lionsklúbbsins Sunnu sem tók vel í samstarf um þetta verkefni. Nú þegar hafa tveir aðilar sýnt því áhuga að styrkja verkefnið. Fram kemur að að hjartahnoðtæki eru dýr og heildarverð tækisins ásamt auka rafhlöðu er kr. 2.541.163. Hjálagður er upplýsingabæklingur um tækið.

  Bréfritarar fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið styrki þetta verkefni með kr. 1.500.000.

  Til umræðu ofangreint.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að veita styrk allt að 1,0 m.kr. en leggur áherslu á áframhaldandi fjársöfnun.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við deild 03-20 og á móti til lækkunar á eigið fé.
  Bókun fundar Til máls tók:
  Kristján Guðmundsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl.16:24 við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs, Kristján Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju kl. 14:25.

  a) Heimsókn í veitur Dalvíkurbyggðar kl. 14:30.

  Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra heimsóttu í lok fundar Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Starfsmenn veitna tóku á móti gestum.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 773 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:25.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

4.Atvinnumála- og kynningarráð - 18, frá 06.04.2016.

Málsnúmer 1604001Vakta málsnúmer

 • 4.1 201405189 Trúnaðarmál
  Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

  Bókað í trúnaðarmálabók.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 18
 • 4.2 201401168 Trúnaðarmál
  Bókað í trúnaðarmálabók.

  Þorsteinn og Börkur Þór viku af fundi kl. 13:55.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 18
 • Tekin fyrir umsókn um gerð hvatasamnings milli Þorsteins Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd fyrirtækisins Erlent ehf kt. 711008-1950, og Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 17.02.2016. Atvinnumála- og kynningarráð - 18 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu á milli funda, miðað við umræður á fundinum. Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Valdís Guðbrandsdóttir.
 • Tekið fyrir erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna skilta og merkinga, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun fjármála-og stjórnsýslusviðs 2016. Atvinnumála- og kynningarráð - 18 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir framlagt erindisbréf með fimm atkvæðum.
 • 4.5 201501135 Fyrirtækjaþing 2015
  Á 16. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

  "Á 14. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:
  'Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni 'samvinna og samstarf fyrirtækja'. Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.

  Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.

  Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir. "

  Búið er að halda fundi í sjávarútvegsklasa, ferðamálaklasa, orkuklasa og dekurklasa og fór upplýsingafulltrúi yfir umræður fundanna.

  Atvinnumála- og kynningarráð - 18 Til umræðu.
 • Árið 2005 var uppfærð eldri útgáfa af SVOT greiningu fyrir Dalvíkurbyggð. SVOT greining Dalvíkurbyggðar greinir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri sveitarfélagsins þegar kemur að ýmsum þáttum.

  Upplýsingafulltrúi leggur til að SVOT greiningin verði uppfærð og gerð hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.
  Atvinnumála- og kynningarráð - 18 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 5 atkvæðum að SVOT greiningin verði hluti af atvinnu- og auðlindastefnu sveitarfélagsins og að unnið verði áfram með hana á milli funda ráðsins. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

5.Félagsmálaráð - 198, frá 12.04.2016.

Málsnúmer 1604004Vakta málsnúmer

 • 5.1 201604007 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201604007 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.2 201604039 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201604039 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.3 201604040 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201604040 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.4 201604045 Trúnaðarmál
  Trúnaðramál - 201604045 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.5 201603090 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201603090 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.6 201604005 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201604005 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.7 201602153 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201602153 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.8 201604026 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201604026 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.9 201604056 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201604056 Félagsmálaráð - 198 Trúnaðarmál skráð í trúnaðarmálabók
 • 5.10 201604031 Trúnaðarmál
  trúnaðarmál - 201604031 Félagsmálaráð - 198 Bókað í trúnaðarmálabók
 • 5.11 201509033 Öldungarráð
  Umfjöllun um öldungaráð var lögð fyrir á 190 fundi félagsmálaráðs þann 10. september 2015 þar sem bókað var: "Félagsmálaráð vill standa vel að undirbúningi þessa ráðs og felur starfsmönnum félagsmálasviðs að afla frekari upplýsinga og móta tillögur samkvæmt umræðum á fundi." Starfsmenn leggja til að skipaðir verði 2 sveitarstjórnarmenn í ráðið og 3 fulltrúar frá félagi eldri borgara.
  Starfsmenn leggja einnig til að kynning á ráðinu verði lögð fyrir byggðarráð þar sem taka þarf ákvarðanir um stjórnskipun ráðsins.
  Félagsmálaráð - 198 Félagsmálaráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir. Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
 • 5.12 201604057 Forvarnir
  Félagsmálastjóri greindi frá því að fíkniefnalögreglan á Akureyri hefur samþykkt að bjóða upp á fræðsluerindi í Dalvíkurbyggð miðvikudaginn 27.apríl 2016. Fyrirlesturinn mun verða öllum opinn, sérstaklega höfðað til foreldra. Félagsmálaráð - 198 Félagsmálaráð fagnar því að þessi fræðsla sé komin á dagskrá og hvetur bæjarbúa til að mæta og fræðast um þessi mál enda sé hér um alvarlegt mál að ræða. Kostnaður vegna fræðsluerindis er tekinn af lið 02-32. Bókun fundar Til máls tók:
  Valdís Guðbrandsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:

  Sveitarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins að fjölmenna á fræðslu um fíkniefnamál í Bergi 27. apríl næstkokmandi. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra í Dalvíkurbyggð að fræðast og vera meðvituð um þessi mál. Við þurfum að ná til allra íbúa og því mikilvægt að auglýsa vel þennan viðburð.
 • 5.13 1206035 Mannréttindastefnan
  Félagsmálastjóri lagði fram ný drög að mannréttindarstefnu og aðgerðaráætlun fyrir árin 2014-2018. Félagsmálaráð - 198 Félagsmálaráð samþykkir mannréttindastefnuna og aðgerðaráætlunina eins og hún liggur fyrir. Mannréttindarstefnunni og aðgerðaráætlun er vísað áfram til sveitarstjórnar til samþykktar.
 • 5.14 201604048 Hjólasöfnun 2016
  Félagsmálastjóri leggur fram tölvupóst dags. 16. mars 2016 frá Hjólasöfnun Barnaheilla. Þar kemur fram að Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefji von bráðar hjólasöfnun sína í fimmta sinn. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól til þess að þau megi eflast félagslega sem heilsufarslega, jafnt líkamlega sem andlega, og ekki síst svo þau geti með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi barna. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól í söfnunina. Hjólasöfnunin stendur til loka aprílmánaðar. Barnaheill vill nú bjóða öllum sveitarfélögum landsins að taka þátt í verkefninu og fá send til sín umsóknareyðublöð og gera þannig skjólstæðingum allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni. Félagsmálaráð - 198 Lagt fram til kynningar
 • Félagsmálastjóri lagði fram tölvupóst dags. 23. mars 2016 frá Velferðarráðuneytinu þar sem kynnt er að aðgerðaráætlun innanríkisráðherra gegn mansali hafi verið samþykkt í ríkisstjórn vorið 2013. Á grundvelli áætlunarinnar hafi fræðsluhópur staðið fyrir sameiginlegum fræðslufundum lögreglu, félagsþjónustu og sveitarstjórna um lagalega þætti mansals, einkenni hugsanlegra fórnarlamba og möguleg úrræði sem standa til boða. Ekki hefur fræðslan farið fram alls staðar og er því í bréfinu kynnt hvernig standa skal að málum vakni grunur um mansal. Félagsmálaráð - 198 Lagt fram til kynningar
 • Hagstofuskýrsla vegna málefna fatlaðra fyrir árið 2015. Félagsmálaráð - 198 Frestað
 • 5.17 201604055 Samstarfssamningur
  Samstarfsamningur milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar í málefnum fatlaðra. Félagsmálaráð - 198 Frestað Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

6.Fræðsluráð - 203, frá 13.04.2016.

Málsnúmer 1604002Vakta málsnúmer

 • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, gerði grein fyrir fyrirhuguðum íbúafundi sem vinnuhópurinn um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi stendur að 14. apríl n.k. og þeirri vinnu sem fram hefur farið í vinnuhópnum. Jafnframt óskaði hann eftir að skilafrestur á álitsgerð vinnuhópsins verði framlengdur til 22. apríl n.k. Fræðsluráð - 203 Fræðsluráð þakkar Hlyni fyrir upplýsingarnar og samþykkir að álitsgerð verði skilað þann 22. apríl 2016.
 • Með fundarboði fylgdu endanlegar tillögur að skóladagatölum Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, Krílakots og Tónlistarskóla fyrir skóláárið 2016-2017. Skóladagatölin eru samræmd að svo miklu leyti sem hægt er og samráð var einnig haft við skólana í Fjallabyggð. Fræðsluráð - 203 Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir. Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu fræðsluráðs, Gunnþór Eyfjörð tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Í bréfi frá Menntamálastofnun, dagsett 16. mars 2016, var tilkynnt um að niðurstaða greiningar á lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins liggi nú fyrir. Einnig að þær hafi verið sendar viðkomandi skólastjórum ásamt forspá um frammisstöðu á næstu árum. Sú spá er gerð út frá frammistöðu yngri nemenda á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Jafnframt óskar Menntamálstofnun eftir að gögnin verði notuð til að styðja við lestur og lestrarkennslu og minnir á að starfsfólk Menntamálastofnunar verði til taks við að aðstoða skólana til að nemendur nái sem bestum árangri.
  Gísli upplýsti ráðið um niðurstöðuna í Dalvíkurbyggð og er þróunin jákvæð. Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.
  Fræðsluráð - 203 Lagt fram til kynningar. Læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun munu byrja að vinna með grunnskólunum í Dalvíkurbyggð 11. og 12. ágúst og leikskólunum 16. september 2016. Bókun fundar Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:39.
 • 6.4 201503209 Námsárangur
  Með fundarboði fylgdu fundargerðir 18., 19. og 20. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 203 Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti stöðuna í vinnu hópsins. Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og ítrekar ánægju sína með vinnuna.
 • 6.5 201603132 Námsleyfi kennara
  Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars, þar sem tilkynnt var um að Magneu Kristínu Helgadóttur, kennara við Dalvíkurskóla, hafi verið úthlutað námsleyfi skólaárið 2016 - 2017. Fræðsluráð - 203 Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð óskar Magneu Kristínu til hamingju með leyfið.
  Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

7.Landbúnaðarráð - 104, frá 14.04.2016.

Málsnúmer 1604005Vakta málsnúmer

 • Til kynningar endurskoðað erindisbréf fyrir fjallskilanefnd Árskógsdeildeildar. Lagt er til að fjallgirðingarsjóður verði að hluta til í umsjá fjallskilanefndar Árskógsdeildar. Landbúnaðarráð - 104 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið með þeim áorðnu breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að ræða við eiganda að Hálsi hvað varðar girðingarmál í Árskógsdeild.
 • Til umræðu leigulönd við Árgerði ofl. Landbúnaðarráð - 104 Landbúnaðarráð getur ekki orðið við umbeðinni ósk um leigu á landi þar sem í gildi er samningur um óræktað land vestan Árgerðis sem ekki eru gild rök að segja upp.
 • 7.3 201602059 Fjallgirðingar 2016
  Til umræðu áætlun og tillögur fjallskilanefndar vegna viðhalds á fjallgirðingu á Árskógsströnd sumarið 2016. Landbúnaðarráð - 104 Landbúnaðarráð leggur til að aukafjármagn sem lagt er til girðingarinnar verði nýtt til endurbyggingar, en innheimt gjald í fjallskilasjóð verði nýtt til viðhalds á þeirri girðingu sem fyrir er. Sviðsstjóra falið að gera drög að samningi við verktaka að undangenginni verðkönnun.
 • Til kynningar bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 7. mars 2016 þar sem tilkynnt er um endurgreiðslu vegna tilraunaverkefnis um svæðisbundna útrýmingu minka á árunum 2007-2009. Landbúnaðarráð - 104 Ráðið fagnar endurgreiðslunni, en minnir á að enn eru stundaðar minkaveiðar í Dalvíkurbyggð.
 • Til kynningar tillaga að reglum vegna refaveiða Landbúnaðarráð - 104 Landbúnaðarráð samþykkir framlagðar reglur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Sviðsstjóra falið að upplýsa þá veiðimenn sem fengið hafa greitt fyrir skott á undanförnum árum um þessar nýju reglur. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

8.Umhverfisráð - 275, frá 15.04.2016.

Málsnúmer 1604007Vakta málsnúmer

 • Til umræðu tillögur umhverfisstjóra að verkefnum sumarsins. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráði líst vel á tillögur umhverfisstjóra með áorðnum breytingum ráðsins.
 • Til umræðu framkvæmdir sumarsins 2016 á vegum umhverfis- og tæknisviðs Umhverfisráð - 275 Liðnum frestað til næsta fundar.
 • 8.3 201604065 Umferðarmerkingar
  Til umræðu umferðamerkingar í Dalvíkurbyggð Umhverfisráð - 275 Liðnum frestað til næsta fundar.
 • 8.4 201602073 Fundargerðir 2016
  Til kynningar fundargerðir HNE frá 9. mars og 6. apríl ásamt ársreikningi 2015. Umhverfisráð - 275 Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar fundargerðir og ársreikning. Ráðið hlakkar til að fylgjast með framvindu lyktarmengunarvarna vegna heitloftsþurrkunar sjávarafurða á starfssvæði HNE.
 • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna endurnýjunar á rektrarleyfi að Karlsá, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögn byggingarfulltrúa.
 • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rektarleyfis að Klængshóli, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögn byggingarfulltrúa með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
 • Með rafpósti dags. 11. apríl 2016 óskar Aðalsteinn Hjelm, fyrir hönd Ektafisks ehf, eftir leyfi til uppsetningar á skilti samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 275 Ráðið veitir umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að sviðsstjóri ræði við umsækjanda um breytingar á skiltunum samkvæmt umræðum á fundinum. Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
 • Með erindi dags. 3. mars 2016 óskar Gísli Rúnar Gylfason eftir leyfi til uppsetningar á ljóskösturum við kirkjubrekkuna. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi. Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson.
 • Til umræðu bókun ungmennráðs frá 10. fundi ráðsins þann 7. apríl 2016. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð þakkar ungmennaráði verðugar ábendingar og felur sviðsstjóra að ræða þær við umhverfisstjóra. Ráðið bendir einnig á að þessi mál eru til skoðunar í þeirri vinnu sem er í gangi við gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
 • Með rafpósti sem sendur var 8. mars 2016 barst erindi frá Elvari Reykjalín 'Fyrir hönd íbúa á Hauganesi hef ég verið beðinn um að koma á framfæri eftirfarandi:

  1. Opin skolplögn fyrir þorpið austan grjótgarðs getur ekki talist viðunandi og er búin að sitja á hakanum í mörg ár.
  Það er orðið algengt að ferðafólk labbi um fjöruna og klappirnar og hafa margir lýst undrun sinni á skolpmálunum á staðnum.
  Óskum við eftir því að lögnin verði framlengd vel niður fyrir stórstraums fjöruborð strax og vorar.

  2. Kofakumbaldar við Aðalgötu 1 eru mikil lýti á þessu annars snyrtilega þorpi og óskum við eftir að þeir verði fjarðlægðir hið fyrsta ef þeir hafa ekki stöðuleyfi.

  4. Jarðbor út á bökkum við grjótnám sem er lítið meira en ryðhrúga blasir við öllum sem koma í þorpið og stingur mjög í augu og óskum við eftir að hann verði fjarlægður hið fyrsta og moldarhaugar við grjótnám verði jafnaðir út.

  Okkur þætti vænt um að fá svar sem fyrst varðandi viðbrögð við þessum óskum.'

  Undir málinu er eftir farandi minnisblað sem dagsett er 10. mars 2016.

  'Undirritaður ásamt sviðsstjóra veitu- og hafna fór og heimsótti Elvar Reykjalín bréfritara og fórum við yfir þau málefni sem hann sendi inn. Þorsteinn upplýsti að á áætlun væru kr. 2.500.000 til fráveitu á Hauganesi á þessu ári. Einnig upplýsti hann að haft hafi verið samband við annan eiganda Dalverks sem hefur með tækið við námuna norðan við þorpið að gera. Þeim verður gert að fjarlægja tækið af landi sveitarfélagsins. Undirritaður mun beita sér fyrir að eiganda Aðalgötu 1 verði gefin kostur á aðstoð við að fjarlægja þau mannvirki sem byggð hafa verið í óleyfi á lóðinni.'

  Börkur Þór Ottósson
  Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar og felur sviðsstjóra að ræða við eiganda Aðalgötu 1 og eiganda jarðbors á bökkum við grjótnámu.
 • Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi vegna innanhúsbreytinga að Hafnarbraut 24, Dalvík. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
 • Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Umhverfisráð - 275 Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu. Bókun fundar Til máls tók:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
 • 8.13 201604076 Umókn um lóð
  Með erindi dags. 14. apríl 2016 óskar Anton Örn Brynjarsson AVH fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir 5.000-6.000 m2 lóð fyrir fiskvinnsluhús milli Sæbrautar og væntanlegs austugarðs. Umhverfisráð - 275 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir usóknina og vísar til gerðar nýs deiliskipulags Dalvíkurhafnar. Bókun fundar Til máls tóku:
  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson,
  Guðmundur St. Jónsson.
 • Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða, uppdráttur og greinagerð ásamt umhverfisskýrslu. Umhverfisráð - 275 Umhverfiráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni og greinagerðinni.

  1. Fyrirhuguð lóð við Sæbraut og norðurgarð verði stækkuð.
  2. Ákvæði um flutning á nyrðri verbúð verði felldur út.
  3. Aksturleið norðan fyrirhugaðrar lóðar Samherja verði sett inn.
  4. Lóð fyrir verbúð við suðurgarð verði felld út og sameinuð svæði (skipulagi frestað).
  Bókun fundar Til máls tók:
  Valdís Guðbrandsdóttir.  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

9.Ungmennaráð - 10, frá 07.04.2016.

Málsnúmer 1604003Vakta málsnúmer

 • 9.1 201604010 Kynjaskipt salerni
  Ungmennaráð - 10 Ungmennaráð hvetur stofnanir Dalvíkurbyggðar að kyngreina ekki salerni ef þær geta það. Það eru einstaklingar í þjóðfélaginu sem kjósa að kyngreina sig ekki út frá hinum hefðbundu skilgreiningu sem karl eða kona og myndi þetta auðvelda slíkum einstaklingum að velja sér salerni.
  Eiður Máni Júlíusson er ekki sammála og telur að þetta þurfi ekki að gera.
 • Ungmennaráð - 10 Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að því að það verði búið að moka helstu leiðir að skóla áður en skóli hefst á morgnana. Einnig telur ráðið að það þurfi að hreinsa betur gangstéttar meðfram götum bæjarins, í stað þess að safna snjó á þær og gangandi vegfarendur þurfi þar af leiðandi að ganga á götunni með tilheyrandi hættu. Einnig telur ungmennaráð að hreinsa þurfi betur stærri skafla og safna ekki eins mikið upp í hauga, þar sem þeir minnka útsýni með aukinni slysahættu.
 • Ungmennaráð - 10 Ályktun frá ungmennaráðsstefnu UMFÍ Ungt fólk og lýðræði lögð fram til kynningar.
 • 9.4 201504065 Vinabæjarmót 2016
  Ungmennaráð - 10 Óskað hefur verið eftir því að 6 ungmenni fari á vinabæjarmót í Lundi í Svíþjóð 20.-22. júní nk. Allir 5 fulltrúar ungmennaráðs gefa kost á sér í ferðina og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi finna einn aðila til viðbótar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46, frá 06.04.2016.

Málsnúmer 1603009Vakta málsnúmer

 • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins.
  Farið var yfir framkvæmdalista ársins og stöðu hvers liðar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Ráðið felur sviðsstjóra að framkvæmdir verði settar í útboð sem fyrst.
 • Nauðsynlegt er að fá starfsmann til afleysinga vegna sumarleyfa og viðhalds. Yfirhafnavörður fór yfir stöðu mála. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Til kynningar.
 • 10.3 201601130 Fundargerðir 2016
  Fyrir fundinum lá fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 1. apríl sl.

  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Lögð fram til kynningar.
 • Með rafpósti sem sendur var 8. mars 2016 barst erindi frá Elvari Reykjalín "Fyrir hönd íbúa á Hauganesi hef ég verið beðinn um að koma á framfæri eftirfarandi:

  1. Opin skolplögn fyrir þorpið austan grjótgarðs getur ekki talist viðunandi og er búin að sitja á hakanum í mörg ár.
  Það er orðið algengt að ferðafólk labbi um fjöruna og klappirnar og hafa margir lýst undrun sinni á skolpmálunum á staðnum.
  Óskum við eftir því að lögnin verði framlengd vel niður fyrir stórstraums fjöruborð strax og vorar.

  2. Kofakumbaldar við Aðalgötu 1 eru mikil lýti á þessu annars snyrtilega þorpi og óskum við eftir að þeir verði fjarðlægðir hið fyrsta ef þeir hafa ekki stöðuleyfi.

  4. Jarðbor út á bökkum við grjótnám sem er lítið meira en ryðhrúga blasir við öllum sem koma í þorpið og stingur mjög í augu og óskum við eftir að hann verði fjarlægður hið fyrsta og moldarhaugar við grjótnám verði jafnaðir út.

  Okkur þætti vænt um að fá svar sem fyrst varðandi viðbrögð við þessum óskum."

  Undir málinu er eftir farandi minnisblað sem dagsett er 10. mars 2016.

  "Undirritaður ásamt sviðsstjóra veitu- og hafna fór og heimsótti Elvar Reykjalín bréfritara og fórum við yfir þau málefni sem hann sendi inn. Þorsteinn upplýsti að á áætlun væru kr. 2.500.000 til fráveitu á Hauganesi á þessu ári. Einnig upplýsti hann að haft hafi verið samband við annan eiganda Dalverks sem hefur með tækið við námuna norðan við þorpið að gera. Þeim verður gert að fjarlægja tækið af landi sveitarfélagsins. Undirritaður mun beita sér fyrir að eiganda Aðalgötu 1 verði gefin kostur á aðstoð við að fjarlægja þau mannvirki sem byggð hafa verið í óleyfi á lóðinni."

  Börkur Þór Ottósson
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Veitu- og hafnaráð tók fyrir 1. lið sem snýr að fráveitu og bendir á að í fjárhagsáætlun fyrir 2016 er gert ráð fyrir 2.500.000.- í að lengja útrásina.
 • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins.
  Einnig var ákveðið að fá Árna Svein Sigurðsson, verkfræðing, til að fara yfir ýmis mál er lúta að hugsanlegri stækkun á dreifikerfi hitaveitunnar eða þjónustu hennar.
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Sviðstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda ársins.
  Árna Sveini falið að taka saman kostnað vegna stækkunar lagnakerfis samkvæmt umræðum á fundinum og skila því fyrir næsta fund ráðsins. Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá Bjarna Gautason frá Ísor til fundar við ráðið.
 • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Ráðið felur sviðsstjóra að framkvæmdir verði settar í útboð sem fyrst.
 • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Ráðið felur sviðstjóra að framkvæmdir verði settar í útboð sem fyrst. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.

11.Frá Kristni Inga Valssyni; varðar ósk um tímabundna lausn frá störfum - breytingar.

Málsnúmer 201511129Vakta málsnúmer

Á 275. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Kristni Inga Valssyni, rafpóstur dagsettur þann 25. nóvember 2015, þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem formaður í íþrótta- og æskulýðsráði á tímabilinu febrúar - júlí 2016. Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Kristni Inga tímabundið leyfi frá störfum sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs frá og með 1. febrúar 2016 til og með 31. júlí 2016."

Tekið fyrir erindi frá Kristni Inga Valssyni, dagsett þann 22. mars 2016, þar sem fram kemur að það er orðið ljóst að ekkert verður að fyrirhugaðri vinnutörn erlendis og óskar hann því eftir að taka aftur við formennsku i íþrótta- og æskulýðsráði.
Enginn tók til máls.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi Kristins Inga Valssonar.

12.Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Beiðni um leyfi frá störfum vegna fæðingarorlofs.

Málsnúmer 201604079Vakta málsnúmer

Til máls tóku:

Valdemar Þór Viðarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, dagsett þann 10. apríl 2016, þar sem Valdemar óskar eftir leyfi frá störfum í ráðum Dalvíkurbyggðar vegna fæðingarorlofs sem verður dreift á lengri tíma samhliða vinnu í skertu starfshlutfalli.Óskað er eftir leyfi frá og með 20.04.2016 og til og með 30.06.2016 hvað varðar eftirtalin ráð:

Aðalmaður í menningarráði.

Aðalmaður í fræðsluráði.

Varamaður í byggðaráði.

Varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði ( að teknu tilliti til afgreiðslu á erindi frá Kristni Inga Valssyni).Fram kemur einnig að þar sem fundir sveitarstjórnar eru seinnipart dags þá mun undirritaður sitja þá fundi í fæðingarorlofi og starfa sem aðalmaður í sveitarstjórn samhliða fæðingarorlofi.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að veita Valdemar Þór Viðarsson tímabundna lausn frá störfum í ráðum vegna fæðingarorlofs, Valdemar Þór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

13.Kosningar skv. 46. gr. Samþykkta Dalvíkurbyggðar, 19.04.2016.

Málsnúmer 201604082Vakta málsnúmer

Valdemar Þór Viðarsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:54.a) Vegna erindis frá Kristni Inga Valssyni.Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:Formaður íþrótta-og æskulýðsráðs: Kristinn Ingi Valsson (D).

Varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs: Jón Ingi Sveinsson (B).Fleiri tóku ekki til máls.b) Vegna erindis frá Valdemari Viðarssyni.Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:Formaður menningaráðs: Guðrún Anna Óskarsdóttir (D).

Varamaður í stað Guðrúnar Önnu Óskarsdóttur: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D).

Aðalmaður í fræðsluráði: Kristinn Ingi Valsson (D).

Varamaður í fræðsluráði í stað Kristins Inga: Freyr Antonsson (D).Varamaður í byggðaráði: Lilja Björk Ólafsdóttir (D).Fleiri tóku ekki til máls.a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Kristinn Ingi og Jón Ingi réttkjörnir.

b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Guðrún Anna, Gunnþór Eyfjörð, Kristinn Ingi, Freyr og Lilja Björk réttkjörin.

14.Sveitarstjórn - 278, frá 15.03.2016.

Málsnúmer 1603006Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:08.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
 • Bjarni Jóhann Valdimarsson
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs