Byggðaráð

773. fundur 14. apríl 2016 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Laufeyju Eíríksdóttur; Beiðni um framlengingu á leigusamningi.

Málsnúmer 201603050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Laufeyju Eiríkisdóttur, rafbréf dagsett þann 8. mars 2016, þar fram kemur að þau íbúar í Árskógi lóð 1, Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson, munu ekki nýta sér forkaupsrétt samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar þar um. Óska þau eftir að hafa húsið til leigu allt að næstu áramótu, þ.e. 2016-2017 eða þar til þau hafa náð að gera ráðstafanir til að finna annað húsnæði. Á fundi byggðaráðs þann 8. maí 2014 var eftirfarandi bókað og samþykkt: "Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2014, þar sem Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson óska eftir að leigusamningur um íbúðina í Árskógi lóð 1 verði framlengdur til 1. júní 2016 en samningurinn rennur út um næstu áramót.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi á þeim forsendum að sambærilegum erindum hefur verið nýlega hafnað."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Laufeyju Eiríksdóttur, dagsettur þann 12. apríl 2016, þar sem fram kemur að Laufey hefur ákveðið að segja upp starfi sínu sem forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns þannig að hún láti af störfum um áramótin 2016/2017. Með hliðsjón af því ítrekar Laufey beiðni sína um að fá að leigja húsnæðið í Árskógi lóð 1, fram að þeim tíma.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja ofangreindan leigusamning til allt að 31.12.2016 í ljósi breyttra forsenda. Húsnæðið verður eigi að síður sett á söluskrá við fyrsta tækifæri með möguleika á afhendingu um næstu áramót.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2016; tillaga að umsókn frá Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201602124Vakta málsnúmer

Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem auglýst er eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og umsóknarfresturinn rennur út í lok apríl.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögu um eitt verkefni sem ætti að sækja um".



Niðurstaða framkvæmdastjórnar var að sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og fræðslu- og menningarsviðs ákveði í sameiningu um hvaða eitt verkefni á að sækja fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að umsókn til EBÍ vegna göngubrú yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.

Kostnaðaráætlun er kr. 5.328.000 og gert er ráð fyrir að Dalvíkurbyggð fjármagni beint kr. 2.388.000. Framkvæmdartími sumarið 2016.



Hlynur vék af fundi kl. 13:38.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn, en vísar áætluðu framlagi frá Dalvíkurbyggð til umfjöllunar við fjárhagsáætlunarvinnu í haust.

3.Frá Tækifæri ehf; Hlutabréf í Tækifæri hf. - forkaupsréttur

Málsnúmer 201602031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 29. mars 2016, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta 16 hluthafa og hafa þeir tekið tilboðinu. Dalvíkurbyggð er boðið að nýta forkaupsrétt sinn í umræddum hlutabréfum í hlutfalli við hlutafjáreign sveitarfélagsins í Tækifæri hf. Frestur til að ganga inn í tilboðið er til 29. maí 2016.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki forkaupsréttinn skv. ofangreindu.

4.Öldugata 19 - kauptilboð.

Málsnúmer 201203113Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins, Öldugata 19 fastanúmer 215-6661, að upphæð kr. 9.500.000. dagsett þann 31. mars 2016, frá Patryk Grzegorz Maniakowski.



Kauptilboðið hefur verið samþykkt með fyrirvara um samþykki byggðaráðs.



Á fundinum var einnig upplýst að fleiri sýndu eigninni áhuga og annað lægra kauptilboð barst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á eigninni.

5.Frá Eyþingi; 278. fundur stjórnar Eyþings.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 278. fundargerð stjórnar Eyþings frá 9. mars 2016.
Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um styrk til kaupa hjartahnoðstækis

Málsnúmer 201604074Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:10 vegna vanhæfis.



Kristján Guðmundsson sat fundinn undir þessum lið sem gestur.



Tekið fyrir erindi frá sjúkraflutningamönnum á Dalvík, Lions klúbbnum Sunnu og læknum HSN Dalvík, bréf dagsett þann 13. apríl 2016, þar sem fram kemur að sjúkraflutningamenn á Dalvík ásamt læknum HSN á Dalvík ákváðu að hrinda af stað fjársöfnun til kaupa á hjartahnoðtæki. Leitað var til Lionsklúbbsins Sunnu sem tók vel í samstarf um þetta verkefni. Nú þegar hafa tveir aðilar sýnt því áhuga að styrkja verkefnið. Fram kemur að að hjartahnoðtæki eru dýr og heildarverð tækisins ásamt auka rafhlöðu er kr. 2.541.163. Hjálagður er upplýsingabæklingur um tækið.



Bréfritarar fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið styrki þetta verkefni með kr. 1.500.000.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að veita styrk allt að 1,0 m.kr. en leggur áherslu á áframhaldandi fjársöfnun.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við deild 03-20 og á móti til lækkunar á eigið fé.

7.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar:

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju kl. 14:25.



a) Heimsókn í veitur Dalvíkurbyggðar kl. 14:30.



Byggðaráð ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra heimsóttu í lok fundar Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar. Starfsmenn veitna tóku á móti gestum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs