Sveitarstjórn

251. fundur 19. nóvember 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Björn Snorrason Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar tók forseti sveitrstjórnar til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verð

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 681

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 682

3.Fræðsluráð - 177

4.Landbúnaðarráð - 84

5.Umhverfisráð - 245

6.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 7

7.Frá Birni Snorrasyni; Tímabundið lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi vegna fæðingarorlofs.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201310147Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Birni Snorrasyni, móttekið 31.10.2013, þar sem Björn óskar eftir lausn frá störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi, aðalmaður í atvinnumálanefnd og öðrum trúnaðarstörfum vegna fæðingarorlofs frá 1. desember n.k. í 6 mánuði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Birni lausn frá störfum skv. ofangreindu. Sveitarstjórn þakkar Birni ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar.

8.Kosningar í ráð og nefndir skv. 33. gr. VI. kafla um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar frá 14.02.2013; a) kosningar í stað Björns Snorrasonar.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201311237Vakta málsnúmer

Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

Byggðaráð:
Aðalmaður: Óskar Óskarsson
Varamaður: Kristinn Ingi Valsson

Atvinnumálanefnd:
Aðalmaður: Óskar Óskarsson
Varamaður: Kristinn Ingi ValssonEkki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreindir  réttkjörnir.

9.Frá Eyþingi; Skipan í fulltrúaráð Eyþings.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201311223Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 4. nóvember 2013, er varðar skipun í fulltrúarráð Eyþings. Fram kemur að Dalvíkurbyggð skipar 2 fulltrúa. Einnig er óskað eftir að skipaður verði varafulltrúi fyrir hvern skipaðan aðalfulltrúa.

Til máls tók;
Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
Aðalmenn
Svanfríður Inga Jónasdóttir
Anna Guðný Karlsdóttir.

Varamenn:
Guðmundur St. Jónsson.
Óskar Óskarsson.
Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind réttkjörin.

10.Álagning fasteignaskatts og fasteignagjalda 2014.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201309008Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað með vísan í tillögu í upphafi fundar.

11.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2014. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201310014Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað með vísan í tillögu í upphafi fundar.

12.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað með vísan í tillögu í upphafi fundar.

13.Sveitarstjórn - 250

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Björn Snorrason Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs