Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

1. fundur 07. október 2016 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Hlynur Sigursveinsson sviðstjóri
 • Helga Helgadóttir aðalmaður
 • Kristinn J. Reimarsson sviðstjóri
 • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
 • Hilmar Elefsen varamaður
Starfsmenn
 • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson
Dagskrá
Fundinn sátu fyrir hönd Tónlistarskólans á Tröllaskaga, auk Magnúsar þeir Þorsteinn Sveinsson og Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson.

Ríkharður boðaði forföll og í hans stað sat Hilmar Þór Elefsen fundinn.

1.Tilnefning formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 201609147Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu er kosning formanns, varaformanns og ritara.Eins og segir í 11.gr. samningsins um sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er skipan skólanefndar þannig að fyrsta starfsárið skipar Dalvíkurbyggð tvo fulltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa og næsta starfsár skipar Dalvíkurbyggð 3 fulltrúa og Fjallabyggð 2. Þá segir að sveitarfélag sem skipar 2 fulltrúa fái úthlutaða stöðu formanns skólanefndar og varaformaður komi frá því sveitarfélagi sem skipar 3 fulltrúa.Í ljósi þessa hefur Dalvíkurbyggð fyrir sína hönd ákveðið að Steinunn Jóhannsdóttir verði skipuð formaður nýrrar skólanefndar.Fjallabyggð tilnefnir Ríkharð Sigurðsson sem varaformann nýrrar skólanefndar.Nefndarmenn voru sammála um að tilnefna Hlyn Sigursveinsson, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar sem ritara nýrrar skólanefndar.

2.Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609063Vakta málsnúmer

Fyrstu drög að erindisbréfi fyrir nýja skólanefnd Tónlistarkólans á Tröllaskaga lögð fram til kynningar og umræðu.
Nefndin fór yfir fyrirliggjandi drög og felur Kristni og Hlyn að útfæra erindisbréfið í samræmi við tillögur sem fram komu og að bréfið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi skólanefndar.

3.Fjárhagsáætlun TÁT-2017

Málsnúmer 201609142Vakta málsnúmer

Fjáhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) og beiðni um nýkaup lögð fram til kynningar og umræðu.
Afgreiðslu frestað.

4.TÁT - Starfsáætlun 2016-2017

Málsnúmer 201609139Vakta málsnúmer

Starfsáætlun fyrir skólaárið 2016-2017 kynnt.
Starfsáætlun lögð fram til kynningar og umræðu. Lagt til að lykiltölur verði lagaðar og afgreiðslu hennar því frestað.

5.Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201507004Vakta málsnúmer

Í fylgigögnum undir þessum lið eru lagðar fram reglur um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og reglur og skilyrði um frístundastyrki Fjallabyggðar. Skoða þarf hvort og þá með hvaða hætti hægt er að samræma þær.
Fram kemur verulegt ósamræmi milli upphæðar frístundastyrkja í sveitarfélögunum. Skólanefnd leggur til að embættismenn komi upplýsingum þar að lútandi á framfæri við bæjar- og byggðaráð.

6.Greiðsluseðlar - nemendur

Málsnúmer 201609141Vakta málsnúmer

Kynning á fjölda skráðra nemenda í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga (TÁT), áætlaðar tekjur TÁT vegna tónlistarkennslu, systkinaafslættir, fjárhæð frístundastyrkja sem ráðstafað er til TÁT, tekjur vegna hljóðfæraleigu og bóksölu.
Farið var yfir nemendafjölda og samróma samþykkt að senda út greiðsluseðla fyrir haustönn 2016.

7.Starfslýsing deildarstjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609065Vakta málsnúmer

Starfslýsing fyrir deildarstjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga lögð fram til kynningar.
Málinu frestað.

8.Uppsögn

Málsnúmer 201609140Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar (sjá fylgiskjal) uppsögn tónlistarkennarans Gunnars Smára Helgasonar.
Lagt hefur verið fram uppsagnarbréf Gunnars Smára Helgasonar og vill skólanefnd TAT þakka Gunnari Smára fyrir vel unnin störf.

9.Breytingar á starfshlutfalli kennara

Málsnúmer 201609143Vakta málsnúmer

Magnús skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga fer yfir fyrirkomulag um starfshlutfall kennara. Engin fylgiskjöl eru með málinu.
Gunnar Smári Helgason hefur sagt upp störfum og mun Guðmann Sveinsson taka yfir hluta af hans störfum og þar með hækkar starfshlutfall Guðmanns úr 60% í 85%.

10.Ný heimasíða Tónlistarskólans á Tröllaskaga (tat.is)

Málsnúmer 201609144Vakta málsnúmer

Skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga kynnir nýja heimasíðu Tónlistarskólans á Tröllaskaga - www.tat.is - engin fylgigögn eru með þessu máli.
Magnús fór yfir nýja heimasíðu og Facebook síðu(TAT).

11.Símakostnaður stjórnenda

Málsnúmer 201609145Vakta málsnúmer

Til umræðu er hvernig farið verður með símakostnað stjórnenda Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Engin fylgigögn eru með þessu máli.
Kannað verði hverjar reglur Dalvíkur- og Fjallabyggðar eru varðandi símakostnað starfsmanna.

12.Nefndarlaun kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 201609146Vakta málsnúmer

Nefndarlaun kjörinna fulltrúa lögð fram til umræðu. Engin fylgiskjöl eru með þessu máli.
Niðurstaðan er að laun einstaka fulltrúa í skólanefnd eru ákveðin hjá hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Hvað fasta fundartíma varðar er lagt til að fundað verði síðasta föstudag í mánuði, annan hvorn mánuð, en hægt verði að kalla til aukafundar ef þörf krefur.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
 • Hlynur Sigursveinsson sviðstjóri
 • Helga Helgadóttir aðalmaður
 • Kristinn J. Reimarsson sviðstjóri
 • Steinunn Jóhannsdóttir formaður
 • Hilmar Elefsen varamaður
Starfsmenn
 • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson