Tilnefning formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 201609147

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 1. fundur - 07.10.2016

Til afgreiðslu er kosning formanns, varaformanns og ritara.Eins og segir í 11.gr. samningsins um sameiningu Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar undir nafninu Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er skipan skólanefndar þannig að fyrsta starfsárið skipar Dalvíkurbyggð tvo fulltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa og næsta starfsár skipar Dalvíkurbyggð 3 fulltrúa og Fjallabyggð 2. Þá segir að sveitarfélag sem skipar 2 fulltrúa fái úthlutaða stöðu formanns skólanefndar og varaformaður komi frá því sveitarfélagi sem skipar 3 fulltrúa.Í ljósi þessa hefur Dalvíkurbyggð fyrir sína hönd ákveðið að Steinunn Jóhannsdóttir verði skipuð formaður nýrrar skólanefndar.Fjallabyggð tilnefnir Ríkharð Sigurðsson sem varaformann nýrrar skólanefndar.Nefndarmenn voru sammála um að tilnefna Hlyn Sigursveinsson, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar sem ritara nýrrar skólanefndar.