Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 201609063

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 208. fundur - 13.09.2016

Sviðsstjóri kynnti drög að erindisbréfi fyrir skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem fylgdi með fundarboði.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Sviðsstjórar fræðslusviða Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar munu ljúka gerð erindisbréfsins og leggja fyrir yfirstjórn sveitarfélaganna.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 1. fundur - 07.10.2016

Fyrstu drög að erindisbréfi fyrir nýja skólanefnd Tónlistarkólans á Tröllaskaga lögð fram til kynningar og umræðu.
Nefndin fór yfir fyrirliggjandi drög og felur Kristni og Hlyn að útfæra erindisbréfið í samræmi við tillögur sem fram komu og að bréfið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi skólanefndar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 2. fundur - 04.11.2016

Uppfært erindisbréf Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar.
Engar athugasemdir komu fram og erindinu því vísað áfram til samþykktar í sveita- og bæjarstjórnum.