Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

29. fundur 29. nóvember 2021 kl. 10:15 - 10:47 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Steinunn Jóhannsdóttir mætti ekki á fund og boðaði ekki forföll.
Aðrir sem sátu fund: Ave Kara Sillaots sem er fulltrúi starfsmanna og Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri Dalvíkurbyggðar.

1.Gjaldskrá TÁT 2022

Málsnúmer 202109039Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, fór yfir þær hækkanir sem lagðar eru til í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.
Með vísan í 16. gr. samnings vegna samreksturs á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar telur skólanefnd TÁT ekki forsendur fyrir hækkun á gjaldskrá skólans fyrir árið 2022 umfram 2,4% sem nefndin hefur áður samþykkt.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201705064Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Fjárhagslegt stöðumat TÁT

Málsnúmer 201911063Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir TÁT 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Samningur um ræstingu húsnæðis hjá TÁT á Siglufirði

Málsnúmer 202111088Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála í Fjallabyggð upplýsti skólanefnd TÁT um samning sem gerður var við Spikk&Span um ræstingu á húsnæði TÁT á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Breytingar á kennsluháttum vegna Covid - 19

Málsnúmer 202003161Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, upplýsti skólanefnd um þær breytingar sem gerðar voru á kennsluháttum vegna COVID 19 smita á Dalvík.
Lagt fram til kynningar

6.Jólatónleikar TÁT 2021

Málsnúmer 202111089Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir það hvernig tónleikahaldi TÁT um jólin verður.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:47.

Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs