Gjaldskrá TÁT 2022

Málsnúmer 202109039

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 27. fundur - 10.09.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir drög að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2022.
Umræða um gjaldskrá TÁT verður tekin áfram á næsta fundi skólanefndar TÁT.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 28. fundur - 25.10.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2022.
Skólanefnd TÁT leggur til samhljóða með þremur atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 29. fundur - 29.11.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, fór yfir þær hækkanir sem lagðar eru til í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.
Með vísan í 16. gr. samnings vegna samreksturs á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar telur skólanefnd TÁT ekki forsendur fyrir hækkun á gjaldskrá skólans fyrir árið 2022 umfram 2,4% sem nefndin hefur áður samþykkt.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 29. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 29. nóvember sl. þá var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, fór yfir þær hækkanir sem lagðar eru til í Byggðarráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar. Með vísan í 16. gr. samnings vegna samreksturs á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar telur skólanefnd TÁT ekki forsendur fyrir hækkun á gjaldskrá skólans fyrir árið 2022 umfram 2,4% sem nefndin hefur áður samþykkt."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2022 með hækkun um 2,4%.