Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar

Málsnúmer 201705064

Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 3. fundur - 03.05.2017

Magnús G. Ólafsson sat fundinn, fulltrúi kennara boðaði forföll.
Magnús skólatjóri TÁT fór yfir starfsmannahald fyrir næsta skólaár.
Fyrri liggur fæðingarorlof hjá tveimur kennurum sem leyst verður með innanhúss tilfæringum. Þá hefur einn kennari óskað eftir að fara úr 100% stöðugildi í 50% stöðugildi og hefur skólinn brugðist við því með að auglýsa 50% stöðugildi. Að öðru leyti er starfsmannahald í góðum farvegi.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 4. fundur - 28.08.2017

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT fer yfir starfsmannamál fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Stöðuhlutfall kennara við skólann helst óbreytt fyrir komandi skólaár.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15. fundur - 06.09.2019

Starfsmannahald fyrir skólaárið 2019 - 2020.
Magnús Guðmundur Ólafssson skólastjóri fór yfir starfsmannamál næsta skólaárs. Tim Knappett hefur sagt starfi sínu lausu við Tát og þökkum við honum fyrir vel unnin störf. Ingvi Rafn Ingvason hefur verið ráðinn til starfa við skólann.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 18. fundur - 24.01.2020

Magnús Guðmundur Ólafsson upplýsti skólanefnd TÁT um breytingar á starfsmannamálum vegna langtímaveikinda.
Lagt fram til kynningar

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 21. fundur - 25.09.2020

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir starfsmannahald TÁT fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 25. fundur - 26.03.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT fór yfir starfsmannamál hjá TÁT fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 26. fundur - 14.05.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir helstu breytingar er varðar starfsmannahald fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 27. fundur - 10.09.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir starfsmannamál fyrir skólaárið 2021 - 2022.
Fjöldi starfsfólks TÁT er 15 sem raðast í 10,65 stöðugildi skólaárið 2021 - 2022.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 28. fundur - 25.10.2021

Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir starfsmannamál hjá TÁT og fór yfir helstu breytingar á starfsmannahaldi.
Skólanefnd TÁT þakkar Þorsteini fyrir vel unnin störf hjá tónlistarskóla TÁT og óskar honum velfarnaðar á öðrum vettvangi.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 31. fundur - 31.03.2022

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir stöðuna varðandi starfsmannamál fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.