Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

28. fundur 25. október 2021 kl. 10:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir formaður
 • Steinunn Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
 • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar

Málsnúmer 201705064Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson fór yfir starfsmannamál hjá TÁT og fór yfir helstu breytingar á starfsmannahaldi.
Skólanefnd TÁT þakkar Þorsteini fyrir vel unnin störf hjá tónlistarskóla TÁT og óskar honum velfarnaðar á öðrum vettvangi.

2.Gjaldskrá TÁT 2022

Málsnúmer 202109039Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2022.
Skólanefnd TÁT leggur til samhljóða með þremur atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.

3.Fjárhagslegt stöðumat TÁT

Málsnúmer 201911063Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir fjárhagslegt stöðumat hjá TÁT fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

4.Starfs - og fjárhagsáætlun TÁT 2022

Málsnúmer 202109052Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir starfs - og fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022.
Skólanefnd TÁT samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa tillögu að starfs - og fjárhagsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2022 til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og Bæjarráðs Fjallabyggðar.


Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Helga Helgadóttir formaður
 • Steinunn Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
 • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs