Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205072

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 31. fundur - 30.05.2012

Tekin var til umfjöllunar menningarstefna Dalvíkurbyggðar og hvernig væri hægt að auka áhrif íbúa sveitarfélagsins á hana og innleiðingu.Ákveðið var að stefna að opnum fundi/málþingi í haust um menningarstefnuna og hvaða leiðir eru færar til innleiðingar og til virkrari þátttöku íbúa. Formanni og sviðsstjóra falið að hefja undirbúning sem farið verður yfir á næsta fundi ráðsins.