Styrkumsóknir í Menningar- og viðurkenningasjóð 2012

Málsnúmer 201202001

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 29. fundur - 08.03.2012

Afgreiðslu þessar liðar er frestað til næsta fundar ráðsins þegar auglýst hefur verið eftir umsóknum úr sjóðnum.

Menningarráð - 31. fundur - 30.05.2012

a) Ábendingar varðandi úthlutun. Undir þessum lið kom Íris Ólöf á fundinn til þess að ræða úthlutanir sjóðsins. Íris vék af fundi. b) Tekin var fyrir styrkumsókn frá Ármanni Einarssyni fyrir hönd Tónlistarskólans vegna kostnaðar við útgáfu geisladisks með öllum leik- og grunnskólabörnum Dalvíkurbyggðar. Menningarráð styrkir verkefnið um 100.000 kr. með vísan á lið 05-81-9110 og þakkar Ármanni jafnframt fyrir þá miklu vinnu sem hann hefur lagt í þetta metnaðarfulla verkefni.