Menningarráð

101. fundur 29. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs.

1.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE lög fyrir. Byggðaráð hafði vísað drögunum til umræðu í fagráðum.
Menningarráð fór yfir drögin og er sammála um að kaflinn um Menningu þarfnist úrbóta og yfirlesturs. Eðlilegt væri að hafa samráð við þá aðila sem koma að menningarmálum í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

2.Endurskoðun á húsaleigusamningi vegna kaffihússins í Bergi

Málsnúmer 202402133Vakta málsnúmer

Umræður og endurskoðun.
Umræður á fundinum.

3.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningahússins Bergs og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fara yfir fjárhagsstöðu á málaflokki 05.
Lagt fram til kynningar.
Björk Hólm, fór af fundi kl. 09:05

4.Mímiskórinn - Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Mímiskórnum - kór eldri borgara. Þau sækja um 400.000 kr. styrk til að halda úti kórastarfi hjá eldri borgurum.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402053Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Karlakór Dalvíkur.Þeir sækja um 300.000 kr. styrk til að halda úti kórastarfi hjá karlakórnum.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Óskari Gísla Gylfasyni. Hann sækir um 350.000 kr. styrk til að setja upp bók með rafrænum hætti á heimasíðu.
Menningarráð hafnar erindinu með þremur greiddum atkvæðum. Verkefnið fellur ekki að reglum sjóðsins.

7.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402118Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Gísla Rúnari Gylfasyni. Hann sækir um 120.000 kr. styrk til að þróa verkefni tengt samsöng fyrir félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 120.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

8.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402119Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Heiðrúnu Villu Ingudóttir. Hún sækir um 136.000 kr. styrk fyrir fyrir 8 skipulögðum hugleiðslutímum með gongslökun fyrir íbúa Dalvíkurbyggðar þeim að kostnaðarlausu. Hugað er að hafa tímana einu sinni í mánuði í mars, apríl og maí, síðan í ágúst, september, október, nóvember og desember 2024.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 136.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

9.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Málsnúmer 202402121Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá
Dominique Gyða Sigrúnardóttur. Hún sækir um styrk 400.000 kr. Í baksýnisspegli lífsins er ýmislegt að finna.Tímavélin er vinnusmiðja ætluð eldri borgurum Dalvíkurbyggðar.
Markmið smiðjunnar er að opna á samtal þar sem þátttakendur fá rými til að deila sögum frá sínum yngri árum, með áherslu á tímabil þar sem þau upplifðu að þroski eða hugljómun hafi
átti sér stað. Lokaafurð smiðjunnar er í formi stuttmyndar
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 350.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

10.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402117Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Vigni Þór Hallgrímssyni. Hann sækir um styrk 350.000 kr. Fyrir frágang á vatnslitamyndum fyrir sýningu, þ.e.a.s innrömmun, karton, rammar og gler.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

11.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402120Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkurbyggðar. Leikfélagið sækir um styrk 685.000 kr. fyrir að halda 80. ára afmælisfagnað í Menningahúsinu Bergi
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 500.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

12.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402101Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Aulos - WindWorks í Norðri. Þau sækja um styrk 500.000 kr. til að halda 6 tónleikar á Dalvík, sem verða stórt hluti af tónlistarhátíðinni "WindWorks í Norðri 2024", eina tónlistarhátíð landsins sem er eingöngu og helguð blásturshljóðfærum og fer fram á Norðurlandi eystra dagana 1. - 6. ágúst 2024.
Menningarráð hafnar erindinu með þremur greiddum atkvæðum. Umsækjandi þarf að hafa lögheimili í sveitarfélaginu.

13.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402102Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Tónlistarfélagi Dalvíkur( Jón S. Hreinsson). Hann sækir um styrk 150.000 kr. til að halda Svarfdælskan Mars á Rimum 23. mars 2024.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 150.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

14.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402132Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Hún sækir um styrk 500.000 kr. Til að halda sýningu - LANDSLAG / FAÐMLAG er upplifunarsýning og listasmiðja sem áætlað er að setja upp í Bergi eða öðru mögulegu sýningarrými í sveitarfélaginu. Listaverkin eru hlý og mjúk veggteppi með ljósmyndum af landslagi Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs