Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði

Málsnúmer 202402121

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 101. fundur - 29.02.2024

Tekin fyrir umsókn frá
Dominique Gyða Sigrúnardóttur. Hún sækir um styrk 400.000 kr. Í baksýnisspegli lífsins er ýmislegt að finna.Tímavélin er vinnusmiðja ætluð eldri borgurum Dalvíkurbyggðar.
Markmið smiðjunnar er að opna á samtal þar sem þátttakendur fá rými til að deila sögum frá sínum yngri árum, með áherslu á tímabil þar sem þau upplifðu að þroski eða hugljómun hafi
átti sér stað. Lokaafurð smiðjunnar er í formi stuttmyndar
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 350.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.