Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 202402132

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 101. fundur - 29.02.2024

Tekin fyrir umsókn frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur. Hún sækir um styrk 500.000 kr. Til að halda sýningu - LANDSLAG / FAÐMLAG er upplifunarsýning og listasmiðja sem áætlað er að setja upp í Bergi eða öðru mögulegu sýningarrými í sveitarfélaginu. Listaverkin eru hlý og mjúk veggteppi með ljósmyndum af landslagi Dalvíkurbyggðar.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum styrkveitingu að upphæð 300.000 kr. til að mæta kostnaði við verkefnið.